11.10.2018 | 22:55
Hrun í baksýnisspegli.
Eftir ca 77 Silfurs þætti gegnum árin, má á einfaldan hátt kynna sér aðdraganda og afleiðingar Icesave í fáum orðum.
Í fyrrnefndum þætti Egils Helgasonar hefur umfjöllun frá upphafi verið að mestu einhliða. Langflestir vita hvaða hlið það er. Sorglega lítil skoðanavíðsýni og ó-vítt val ólíkra viðmælanda og viðhorfa í þeim þætti. Er svo enn í dag, því miður.
Varð hugsað til þessa þegar ég klikkaði fjarstýringunni á Sjónvarpsstöðina Hringbraut fyrir rælni.
Þar sátu tveir forsvarsmenn InDefence hópsins, Ólafur Elíasson og Ragnar F. Ólafsson. Þeir útskýrðu margt þessu tengt (Icesave) á einföldu mannamáli.
Hvaða skoðanir sem menn annars hafa á því margtuggða máli er morgunljóst að vinna og röksemdir - mannfræðinga, tónlistarkennara, sálfræðinga,verkfræðinga, kennara,stærðfræðina, hagfræðinga og fleiri... - höfðu mikil áhrif á ákvarðanir Ólafs Ragnars Grímssonar.
Athyglisvert t.d. að ESB dróg lærdóma af niðurstöðu og ástæðum útkomu Icesave. Breyttu löggjöf og juku til muna ábyrgð eigenda fjármálastofnana.
Fróðlegt viðtal byggt á rökum og vinnu við þekkingarleit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.