Elon Musk sér á báti.

Eiginlega synd þegar snöggríkir og snjallir menn leggjast í leti fyrir aldur fram. Golf í Florida eða endalaus sigling í karabíska. Slíkt verður ekki sagt um Elon Musk.
Ég var orðinn forvitinn. Hvað er eiginlega í gangi kringum þennan mann? Er að lesa æfisögu hans sem er forvitnileg. Á maðurinn þó enn þrjú ár í fimmtugt.
Ekki ríkur af braski likt og flestir auðmenn í nútímanum. Ólíkur flestum, auðugur sem afleiðing af eigin snilli í þróun, hugmyndum og umhverfisvænum tækniframförum. Frumkvöðull er of venjulegt. Hann er meira "sjáandi" á ákveðinn hátt.
Hugsanlega misstígur hann sig einhvern tímann, en það hefur ekki gerst enn.
En afrekalistinn lengist stöðugt.
Stiklað á sumu.
1. Í árdaga Nets hönnun spjallforrita. Kom einnig að þróun youtube.
2. Þróaði forrit fyrir bankaviðskipti á netinu líkt og við þekkjum þau i dag og öllum þykir sjálfsagt. Þótti í upphafi framandi hugmynd að sjálfsögðu.
3. Auðgaðist á þessu og fleiru tengdu tölvuheiminum en seldi á hárréttum tímapunkti.
4. Kvaðst vilja breyta því hvað bíll er. Rétt eins og sími væri ekki lengur tól með snúru fest á vegg. Tesla bílamerkið varð til. NB það fyrsta nýja i USA síðan Chrysler varð til árið
1925 !
5. Galdurinn með rafbílinn Tesla var ný hugsun, ný þróun á liþíum batteríum.
6. Snjallt , að fyrsta gerðin var ekki ætluð endilega fyrir almúgann. Of dýr til þess. Búinn til eftirspurn fyrir umhverfisvænum, dýrum bíl. Ekki spillti að hann er 4-5 sek i 100 km. Góð velta því strax, en málið hefur ekki verið að selja heldur hafa við að framleiða.
7. Nú er hafin sala á minni og ódýrari Teslu. 346 km á batteríi. Enn eiga gömlu bílarisarnir langt í land með samkeppni varðandi þá drægni.
8. Kynnti nýlega byltingarkennda flutningabíla. ( trukka) þeir komast 800 km á hleðslu. Komast á 95 km hraða á 20 sek, með 36 tonna farm ! Tók þó fram að allir væru útbúnir með fjarlægða skynjurum til öryggis sem draga sjálfvirkt úr hraða. ( eins gott).
9. Þróar eldflaugar sem geta skotið gervihnöttum og þyngri hlutum út í geim á ódýrari hátt en áður.
10. Hyggst hefja smíði á rafhlöðu ( eða orð sem hentar). Stærstu í heimi. Hún á að rúma ein 100 megawött ! Hljómar ómögulega, en svo hefur einnig verið um margt hjá Musk (fyrirfram).
Svona má endalaust telja og nýjum hugmyndum eldhugans lýst stöðugt niður.
 Allt fyrrgreint hefur ekki sprottið af sjálfu sér. Þeir hafa lent í allskyns basli og brasi. En knúið fram af fádæma elju.


mbl.is Sportbíll Musks stefnir á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Handritshöfundar og leikstjóri "Iron Man" kvikmyndanna hafa sagt að persónan Tony Stark þ.e. "Iron Mann" sé að hluta byggður á og tilvísun í Elon Musk.

Einar Steinsson, 9.2.2018 kl. 20:17

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þakkir fyrir þetta Einar Steinsson, vissi þetta ekki.

P.Valdimar Guðjónsson, 11.2.2018 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband