31.7.2017 | 15:47
Allt misskilningur.
Að svitna og puða öll þessi ár við að ganga þarna upp. Algjör óþarfi. Og jafnvel hreykja sér af afrekinu.
Kemur nú í ljós. Fólk kemst þarna upp á jeppunum sínum eftir allt saman !
Hægt að byrja á þartil gerðum jeppaslóðum frá stríðsárunum.
Þetta hefur bara verið klaufaskapur í restina að festa bílinn.
Eigandi jeppans á Esjunni fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á myndum á Earthgoogle af Esjunni, teknar 17.08.2014 sést þessi vegur greinilega og það sem meira er, það má sjá bíla stadda á honum á nokkrum stöðum. Einnig má sjá þar ljósmyndir sem teknar eru af veginum.
Að vísu þarf að rýna nokkuð í loftmyndina, þar sem göngustígar eru margir um fjallið. Munurinn felst einkum í því að vegurinn er reglulegur, þ.e. tvö hjólför með einstaka útskoti, meðan göngustígarnir eru yfirleitt mjög óreglulegir, breiðir á köflum og mikið jarðrask meðfram þeim. Landspjöllin mun meiri við göngustígana en veginn, þó hann virðist vera nokkuð notaður.
Kannski er komin upp sú staða að banna þurfi umferð gangandi á Esjuna og taka í staðinn upp akstur með fólk sem vill njóta útsýnisins!
Gunnar Heiðarsson, 1.8.2017 kl. 07:45
Það er góð spurning Gunnar. Fínn útsýnis-bíltúr með fjölskylduna upp á fjall.
En jæja, gengst við smá kaldhæðni í pistlinum :-)
P.Valdimar Guðjónsson, 2.8.2017 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.