Að bíða - í röð.

Það á greinilega að halda uppá afmæli 2007 með pompi og prakt (10 ára). Datt þetta í hug eftir skreppitúr í borgina í dag. Allt á flugi líkt og árið fræga. Allavega þar sem ég var staddur, í tveim byggingavöruverslunum. Þar er nóg að gera.
Enn eiga Íslendingar nokkuð í land hvað biðraða-menningu varðar. Byrjað var að bæta úr fyrir ca 20 árum. Bankarnir settu t.d. upp skilti "Bíðið hér", sem var til bóta. En í fyrrgreindar búðir hefur þetta ekki náð. (Hér skal tekið fram að þetta á ekki við alla að sjálfsögðu). Þar sem ei finnst númerakerfi heyrirðu andað ofan í hálsmál. Ræskingar , tvístig og viðkomandi svo nálægt að ekkert fer framhjá viðkomandi. Örugglega ekki það sem stóð á nótunni í mínu tilviki ,til dæmis.
Þarna hafa íslensku kýrnar yfirburði og trompa sumt mannfólkið. Allir sem hafa lausagöngufjós þekkja þetta. Þær raða sér upp fyrir framan kjarnfóðurbásinn, mjaltaþjóninn eða mjaltabásinn og bíða fjöldamargar í röð. Enginn setti samt upp skilti og ekkert átak þurfti til :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband