7.4.2017 | 10:50
Allt að koma.
Nú styttist í offramboðið. Allt samkvæmt bókinni, bara spurning hvernig þau tímamót verða.
En ekki skal gert lítið úr að í augnablikinu vantar íbúðir.
Forgangsmál ætti að vera að byggja litlar íbúðir fyrir ungt fólk. Líkt og einn ágætur maður sagði; hvers vegna ekki hagkvæmt fjölbýlishús eingöngu fyrir ungt fólk? , rétt eins og blokkir útum allt, eingöngu ætlaðar 60 ára og eldri.
Að upphafi þessa pistils. Duglegt ungt fólk sem ég þekki sagði fyrir stuttu. "Eins gott að við hjónin verðum búin að borga nýja bílinn fyrir október 2018 ! Þá verða liðin 10 ár síðan -þið vitið. ( guð blessi Ísland).
Sagan endurtekur sig án efa. En líkurnar á að það verði jafn harkalegt eru sem betur fer litlar.
Næstum 8.000 íbúðir í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítil hætta á offramboði, þar sem mest af þessu er á sömu höndum og keypt hafa upp allt íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skapað skortstöðu á markaði til að gíra upp verðið.
Svo fer restin væntanlega í Airbnb. Reykjavíkursvæðið er orðið eitt allsherjar gistiheimili með 30% nýtingu.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2017 kl. 22:49
Ég viðurkenni að pínulítið var ég að kalla á viðbrögð Jón Steinar. Margt til í þessu hjá þér.
En hverjir þurfa allt þetta húsnæði.?
Því er til að svara. Tveir hópar. Túristar og erlent vinnuafl
P.Valdimar Guðjónsson, 8.4.2017 kl. 01:12
Við myndum anna eftirspurn ef her væri aðeins um að ræða oss innbyggjara.
P.Valdimar Guðjónsson, 8.4.2017 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.