3.2.2017 | 06:51
Gott að einhver vaknar.
Þetta hljómar vel ígrundað og afskaplega tímabært. Ekki gengur endalaust "að fresta og bíða" meðan flugstöð og landið snarfyllist af ferðamönnum. Við erum gestrisin þjóð, nema þegar kemur að frumþörfum á ferðamannastöðum. Jú, hugsanlega er enn laust pláss í nokkrum íþróttahúsum á kappleikjum. Við höfum verið dugleg í byggingu sundstaða, enn laust nokkurt, snaga og sturtu pláss allvíða utan Laugardalslaugar. Alltof stórt verslunarhúsnæði enn til. (Ferðamenn þó ekki enn fallið fyrir Kringlu og Smáralind né byggingavöruverslunum) Annað fer að verða uppselt.
En þá er stórt atriði ónefnt. Tengt snaraukinni bílaumferð ferðamanna hérlendis. Hvar er umferðarstofa? Löggæsla á þjóðvegum? Fyrrum umferðarráð?
Til skamms tima var predkað yfir okkur mörlendingum bætt umferðamenning. Sí og æ. Ekki var vanþörf á, oft á tíðum til þessara riflega 300 þúsund innbyggjara. Hvað með hitt fólkið? Það telur nú 1.767.000 manns (fjöldi ferðamanna 2016). Þarf ekki að athuga með ökuréttindin? Reka áróður?
Hvað með erlenda ferðamenn á bílaleigubílum?
Bílaleigur (sumar ekki allar) eru farnar að neita Asíubúum sem tekið hafa bílpróf í tölvuhermi. Þeim er nánast alltaf skilað stór löskuðum. Alltof margir kunna ekki nokkurn skapaðan hlut í akstri ökutækja. Með fullri virðingu fyrir gestum okkar, eru þarna stórhættuleg ökutæki á vegum úti.
En varðandi þetta fyrsttalda. Vonandi ekki neitt einkavætt sem síðan "ríkið þarf að ala" ,líkt og Laddi söng forðum.
Félag til uppbyggingar ferðamannastaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.