12.12.2016 | 23:20
Fjallið Þríhyrningur.
Keyrðum fyrir stuttu inní svokallaða Vallarkrók. Keyrt í gegnum Hvolsvöll, áleiðis í Fljótshlíðina en beygt fyrstu beygju til vinstri.
Myndin er tekin af þjóðveginum, norðaustur af bænum Þinghól.
Ég hef þá kenningu að á þessum slóðum hafi sá/sú sem gaf fjallinu nafnið Þríhyrningur verið staddur / stödd. Á stuttum spotta glittir svona í topp fjallsins. Sem stendur undir nafni, þarna frá séð. Enn líklegar hefur viðkomandi verið stödd /staddur uppá ásunum og séð fjallið betur.
Að því sögðu blanda ég Árnesingurinn mér alls ekki inn í hvaðan fjallið er fegurst á að líta. Það er líklega álíka umdeilanlegt og Ingólfsfjallið (lögun þess) séð frá mismunandi stöðum hér í Flóanum :-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.