19.11.2016 | 21:28
Stórfurðuleg Samfylking.
Grundvallaratriði í stjórnmálum er virðing fyrir vilja kjósenda.
Ekkert ber á slíku hjá þingmönnum (sem eru aðallega fyrrverandi í dag) Samfylkingarinnar. Eftir fáheyrða útreið í síðustu Alþingiskosningum er gjörsamlega út í hött að gefa sig í ríkisstjórnarviðræður með refsingu kjósenda á bakinu.
Málið er þetta ; Lækjarbrekku kaffihúsaspjallið fyrir kosningar um myndun vinstri stjórnar náði ekki máli hjá kjósendum.
Málið er einnig þetta ; Smáræði munaði að Samfylkingin hefði þurrkast út með manni og mús. Ekki sála eftir kjörin á höfuðborgarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Eina sem "reddaði" málum hjá þessar skrýtnu fylkingu var arkitekt á Akureyri. Logi Einarsson. Er víst ágætlega vel liðinn náungi og sem efsti maður hífði hann inn heila þrjá þingmenn á landsvísu með sjálfum sér. Minna gat það með engu móti orðið samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður mat stöðu flokksins rétt eftir kosningar. Að sjálfsögðu myndi flokkurinn ekki koma að ríkisstjórn með þetta fylgi. Annað hljóð kom í strokkinn er á leið. Þar réð án efa hinn fjölmenni og nýrassskelti hópur fyrrverandi þingmanna.
Gott hljóð í fundarmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þurfum ríkisstjórn ekki satt?
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 01:57
Það var aljör óþarfi að láta undan hamagangi vinstri aflanna að kjósa þótt skipt haf verið um forsætisráðherra.
Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2016 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.