Lýðræðið hefur talað.

Ef ég væri vísindaskoðanakannana - sérfræðingur á alþjóðavísu myndi ég hafa áhyggjur. 

Það gætu talist hin döpru vísindi þessi misserin.    Nægir þar að geta t.d. að geta niðurstaðna Brexit kosninga í þessu sambandi ( og kannana þar á undan)

 

Hér er um að ræða óþol gagnvart öllum hefðbundnum stjórnmálum. Úrslitin kristalla það.  Þurfum ekki að leita út fyrir landsteina hér á klakanum til að kannast við slíkt.   Hér var tekin Gnarr á þetta.   Að öðru leyti líki ég honum og Donald Trump ekki saman.

God bless America.


mbl.is Donald Trump kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er meira eins og Píratar.  Eini munurinn er að Píratar byrjuðu að breytast í venjulegan flokk eftir sem á leið - misstu sérkennin, en Trump hélt alltaf bara áfram að vera Trump.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2016 kl. 16:35

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

" Raunveruleikaþátturinn" breyttist í alvöru raunveruleika.  Enda vanur maður á ferð.

Það var fróðlegt að sjá þulina á CBS er ég kíkti eftir miðnætti á RÚV.  Þeir brostu breitt, svo glampaði á hvíttaðar tennurnar.    Sigur Hillary var innan seilingar samkvæmt öllum stærstu skoðanakönnunum. Öll kampakát.

Er ég fyrir forvitnissakir kveikti á tölvunni klukkan rúmlega 4 , eftir næturpisserí var meira kominn skelfingarsvipur á allan hópinn. Orðið ljóst í hvað stefndi. 

P.Valdimar Guðjónsson, 9.11.2016 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband