Stærsta atvinnugreinin enn í barnsskónum.

 

Flaumur erlendra ferðamanna til landsins hefur á sér margar hliðar. Haldi svona áfram stefnir í að við getum ekki lengur baðað okkur í gjaldeyrinum og einungis tekið við aurnum - án þess að leggja nokkuð á móti. Stærsta atvinnugrein landsins snýst ekki lengur bara bara um ferðamannastaði.

Aðgengi og aðstaða á vinsælustu ferðamannastöðum er mikið í umræðunni.
Öllum er ljóst hversu gífurleg ásókn ferðamanna er orðin á helstu
náttúruperlur landsins. Þar má engan tíma missa til að hafa við stækkun
bílastæða og afmörkun gönguleiða.
En fjölgunin mun innan ekki langs tíma, einnig snúa að innviðum landsins.

Fjölgun er ótrúleg. Þessu fylgja miklar tekjur í þjóðarbúið og það með
lækkun eldsneytisverðs heldur niðri verðbólgu og eykur kaupmátt.
Fram að þessu höfum við bara tekið á moti. “ Gjörið svo vel og gangið í
bæinn.” En brátt þarf að stækka bæinn.

Til að átta sig á stærðum þá styttist í (með sömu þróun) að hvern dag
ársins verði hugsanlega jafnmargir ferðamenn staddir á landinu og íbúatalan, ef öll síaukna umferðin um Keflavíkurflugvöll er talin með. Fari svo mun það snúa á hvolf öllum stærðargráðum innviða þjóðfélagsins t.d. vegakerfis og þjónustu (einnig heilbrigðisþjónustu) sem sniðin var fyrir oss innfædda til skamms tíma.

Allavega mun nú brátt reyna gífurlega ótal marga hluti. Ekki síst
samgöngumannvirki til viðbótar við gistimöguleika sem allt snýst um í
augnablikinu. Hér var til skamms tíma friðsæld í jákvæðri merkingu og frekar fámennt í stóru landi. Nú er það breytt. En ef við kíkjum á landakortið sést að landið okkar er illbyggilegt að stærstum hluta. Samt er enn nóg pláss, en alls ekki endalaust á hinum sívinsælu áfangastöðum og náttúruperlum okkar.

Kann að hljóma sem svartsýnisraus og í raun erum við enn að slíta barnsskónum hvað varðar ferðamannafjölda af þessari stærðargráðu. Allt auðgar þetta menninguna. Vonandi má halda því fram að við Íslendingar viljum og gerum hlutina vel og með fínum gæðum. Getum nefnt þar sem dæmi landbúnað, sjávarútveg, stóriðju, listir, tölvuleikjaiðnað, veitinghús, matseld og hvað viltu.

Fjöldi erlendra ferðamanna vill koma aftur til Íslands samkvæmt könnunum. Þá hljótum við að gera eitthvað rétt. En spurningin er hversu lengi í framtíðinni verður heillandi að standa í biðröð og sjá fáa nema aðra ferðamenn.

 


(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu febrúar 2016)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband