18.1.2016 | 16:38
Vörn og markvarsla.
Í leikhléum virðast málin alltaf snúast um sóknarleik. Aron með spjaldið og skipuleggur sókn. Kannski misskil ég eða misheyri. Eins í viðtölum. Snúast yfirleitt um sóknarleik.
Varnarleik og markvörslu, plís. Sóknin ekki verið vandamál í tveimur leikjum af þrem. Talið um varnarleik til tilbreytingar.
Ef markvörður ver ekki, þá er skipt. Íslenskum landsliðsþjálfurum hætti til að frjósa standi vörn og markmenn ekki sína plikt. Gefa markmanni nr. 2 séns smástund ef illa gengur.
![]() |
Við berum allir ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu snúast leikhléin um sóknina því þau eru tekin þegar liðið er í sókn en ég hef heyrt talað um vörnina í þessum hléum líka en reyndar ekki um markvörslu. Að sjálfsögðu á ekki að bíða of lengi með að skipta um markvörð ef sá sem er í markinu stendur sig ekki gott dæmi um að þetta hafi gefið góða raun var í Noregs leiknum þá fór Björgvin að verja EFTIR að honum hafði verið skipt útaf í smá stund.
Jóhann Elíasson, 18.1.2016 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.