Argast út í réttan hlut.

Þetta minnir á manninn sem var óhress með húsbónda sinn, en lamdi hundinn.  

Þorði ekki að andæfa honum. 

"...hér mun ekkert breytast fyrr en hún fer (verðtryggingin).     Réttara væri að fátt mun breytast fyrr en vaxtastig kemst á mannsæmandi ról. Það er stóra málið.

Vissulega gætu bankar tekið meiri þátt í áhættu við íbúðalán.  Þeir hafa alltaf veð.  Því ætti þar einnig líkt og í flestum lána lánaviðskiptum í dag - að vera val um óverðtryggt lán. 

En vandamálið er há vaxtaprósenta.


mbl.is „Verðtryggingin er að drepa allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er hreint glapræði að ríkið eignist Íslandsbanka og eigi þar með tvo banka til að skipta á milli einkavina sjalla og frammara. Það sem hér þarf er afnám verðtryggingarinnar og erlendur banki eða bankar sem bjóða sömu innlánsvexti og útlánsvexti og gert er í Vestur-Evrópu. Svo þarf að binda í lög að bönkum sé skylt að veita ákveðna þjónustu sem kostuð væri af vaxtamuninum en ekki með sérstakri gjaldtöku af viðskiptavinum. Það þarf m.ö.o. að koma böndum á græðgi bankanna og blóðsuguhátt gagnvart viðskiptavinum.

corvus corax, 21.10.2015 kl. 18:03

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Til að fá erlendan banka til að bjóða hér kjör eins og í nágrannalöndunum þurfum við mynt sem er gjaldgeng á alþjóðlegum mörkuðum. Við fáum aldrei erlenda banka til að bjóða sambærileg kjör hér og er í nágrannalöndunum ef hann þarf að taka gengisáhættu gagnvart íslensku krónunni.

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2015 kl. 23:38

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Gengisáhætta er skárri kostur en niðurnjörfun í samsuðumynt sem er í engri tengingu við íslenskan veruleika.    Getur valdið kyrkingslegu atvinnuleysi og samdrætti.

Dæmin frá Grikklandi, Spáni og mörgum fleiri þjóðum æpa þar á.  

Sammála þessu með þjónustugjöldin og sérstaka fáránlega gjaldtöku innheimta frá viðskiptavinum.

P.Valdimar Guðjónsson, 24.10.2015 kl. 11:34

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

P.Valdimar Guðjónsson. Gallinn er sá að íslenska krónan er heldur ekki í takt við íslendkan verulaika. Þessi örmynt hreyfist mun meira í takt við það sem fjármálamenn eru að gera á fjármálamarkaði heldur en íslensku atvinnustigi. Það er það sem veldur þessum vaxtamunaviðskiptum sem sveifla krónunni fram og til baka og gera íslenskt atvinnulíf fráhrindandi fyrir erlenda fjárfesta. Það er því þvæla að það að taka upp trausta mynt leiði til meira atvinnuleysis þó vissulega geti orðið ákveðin sveifla á því til styttri tíma.

Það sem er að geras í Grikklandi og Spáni er ekki afleiðing af því að þau lönd hafa trausta mynt. Staðan þar væri að öllum líkindum enn verri en hún er ef þær þjóðir hefðu haft sínar eigin myntir. Þrátt fyrir þessi áföll eru vextir af húsnæðislánum lægri í þessum löndum heldur en á Íslandi.

Sigurður M Grétarsson, 25.10.2015 kl. 13:16

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Krónan hefur ekkert sveiflast nú um langt skeið, en hinsvegar styrkst uppá síðkastið.   Það er afleiðing af góðum gangi í efnahagslífinu, gjaldeyrisinnstreymi stórra atvinnugreina ofl.  Kaupmáttur vex ofl.  Það er ekkert hollt að gengið styrkist mikið meira, en plúsinn er þó að hagvöxtur er drifinn góðu gengi atvinnuvega en ekki óhóflegri neyslu landans.

Það er alveg viðurkennt að Krónan átti stóran þátt í endurreisn eftir 2008.  Öfundaraugu sumra beinast til vaxtastigs sumra  evropuríkja sem eru krísu-vaxtastig.     Gjafavextir bara til að fá líf, koma hlutum á hreyfingu - eitthvað frekar en stöðnun og afturför.   Það er ekki normalt ástand per se.  Ekkert er ókeypis.

En.

Það má eitthvað í milli vera.  Vextir yfir velsæmi hér er ekki náttúrulögmál. Með innlendum stöðugleika má vel ná þeim niður.

Finnar gáfust upp í einni krísunni. Gáfu sig evru á vald.   Það er ekki að gera efnahags og atvinnulífi þeirra mikinn greiða í núverandi ástandi þar, svo dæmi sé tekið.  

P.Valdimar Guðjónsson, 28.10.2015 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband