Sjóræningjalandið


>
> Margir eru í spekingslegum stellingum þessa dagana og reyna í mikilli
> viðleitni að útskýra háflug Pírata í skoðanakönnunum. Þetta erlenda
> flokks-útibú sem er eitthvað feimið við að íslenska hið erlenda nafn
> hreyfingarinnar (útleggst sjóræningjar) mælist langhæst í skoðanakönnunum
> svo eftir er tekið. Þessi samkvæmisleikur sem fyrrgreindar kannanir
> eru, virðast nálgast að taka við kosningum sem yfirleitt eru á 4 ára
> fresti. Svo mikið rými fá þær í fjölmiðlum. Eitt vakti þó athygli mína
> ( ótengt Pírötum) , nánar tiltekið að kannanir á viðhorfi kjósenda til ESB
> voru settar alveg í salt þegar vandræðin hjá Evruhóp ESB landa náði
> hámarki. Nánar tiltekið tengt skuldavanda Grikkja og fleiri ríkja.


> Aftur að skoðanakönnunum, þannig varð forystumaður hinnar Björtu
> Framíðar að segja af sér einungis vegna slaks gengis í fyrrgreindum
> könnunum. Sá hinn sami Guðmundur Steingrímsson hafði raunar haft
> viðkomu í rúmlega 70% íslenska flokkakerfisins svo vart gátu fylgt
> honum ferskir nýir vindar í augum kjósenda. Hugsanlega fauk ferskleikinn
> útum gluggann þegar Guðmundur og Robert Marshall iðkuðu þá hefðbundnu
> iðju að rífast og skammast með glymjandi bjöllu aftan við hausamótin.
> Aðallega með von um að rata í kvöldfréttir þann daginn. Sem þeir gerðu
> vissulega oft, en virkuðu örugglega ekki sem sexý né frumleg
> pólitísk tilþrif í augum yngri kjósenda.
>
> En hvað skýrir þá flug Píratanna.? Að mínu mati hrein óánægja með
> hefðbundin stjórnmál. Ekki stefna þeirra í miklu mæli, því hún hefur
> verið all þokukennd fram að þessu. Úr því eru þeir þó að bæta þessa
> dagana, enda varla annað hægt. Ekki er heldur skýringin í mannavali,
> því enginn veit hver verður í framboði næstu kosningar, eða öllu heldur hvaða andlit eru á bakvið væntanlegan stærsta flokk. Sem er mjög sérkennileg staða. Birgitta telur
> Stjórnarskrármálið ein af ástæðunum fyrir auknu fylgi. Ég hef nú
> reyndar ekki orðið var við þá umræðu undanfarið , né að það afmarkaða mál
> liggi þungt á yngri kjösendum, þeim hóp sem styðja Píratana mest.

‹Yngri hópur kjósenda sér hugsanlega von í nýju afli. Það tengist án efa
> húsnæðismálum þó slíkt sé ekkert fyrirferðarmikið í stefnuskrá Pírata.
> Slæm staða húsnæðismála á Íslandi hjá yngra fólki er ekki sæmandi.
> Aðgengi að fyrstu kaupum og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er nánast
> manngerður múr.
> Hleypum unga fólkinu aftur inn í húsnæðiskerfið . Það hefur nógu lengi
> verið læst úti. Og margir eldri borgarar reyndar líka.

(Birt i Sunnlenska Fréttablaðinu sept. 2015) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband