6.7.2014 | 12:43
Viljiði ekki fleiri mörk í fótbolta?
Af tæknilegum kúabónda sumar-ástæðum horfi ég ekki mikið á fótbolta þessa dagana. Né reyndar aðra daga. Þó hef ég hitt á stór HM augnablik er ég hef rekið inn nefið meðan á heyskap stóð. Glefs, bit og óvænt mörk hjá Davíð litla gegn Golíat ásamt fleiru.
Eirð vantar mig alveg í heila leiki. Tel reyndar að áhorf á leiki sem enda 0-0 sé með meiri (tíma) eyðslum á hundraðið á æfivegi hvers og eins. Fauskur væri ég hinsvegar ef ekki skildi viðurkennt að stundum getur verið fjör kringum beljuskinnið.
Eitt fæ ég ekki skilið. Af hverju vilja menn ekki að skoruð séu fleiri mörk? Leiðin til þess væri t.d. að stækka aðeins mörkin og að leyfa rangstöðu.
Spái Brössum og hinum hornréttu öruggu Þjóðverjum í úrslitum.
Eirð vantar mig alveg í heila leiki. Tel reyndar að áhorf á leiki sem enda 0-0 sé með meiri (tíma) eyðslum á hundraðið á æfivegi hvers og eins. Fauskur væri ég hinsvegar ef ekki skildi viðurkennt að stundum getur verið fjör kringum beljuskinnið.
Eitt fæ ég ekki skilið. Af hverju vilja menn ekki að skoruð séu fleiri mörk? Leiðin til þess væri t.d. að stækka aðeins mörkin og að leyfa rangstöðu.
Spái Brössum og hinum hornréttu öruggu Þjóðverjum í úrslitum.
Athugasemdir
Alveg sammála þér að það þarf meira fjör í þetta. Stærri mörk, leyfa rangstöðuna eins og þú segir og bit aftan hægra. Þá yrði áhorfið áhugaverðara fyrir sveitamanninn.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.7.2014 kl. 19:56
Það myndi vissulega hleypa enn meira fjöri að leyfa bitið Jósef Smári. En trúlega hættu menn þá að spá i boltann. En alveg hugmynd að nýrri íþrótt. Keppt um bit, en trúlega btra að klæða menn í skildi, líkt og í ísknattleik. Aðallega til að verja menn fyrir marblettum. En gætu verið nemar eins og þeir notast við í skylmingum.
P.Valdimar Guðjónsson, 7.7.2014 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.