Draumur um straum.

Kunningi minn á litla íbúð í Berlín.  Þar kostar ótrúlegar upphæðir hvern mánuð hiti
og rafmagn. Var ekki fyrr en ég heyrði þær tölur að ég áttaði mig á hve
skaplegur orkureikningur skipir miklu máli varðandi lífskjör fjölskyldna í
þessu landi.          Á í raun sinn þátt í að gera þetta land byggilegt. 

Aðstæður eru samt ólíkar á landinu.   Þeir sem búa við ódýra hitaveitu
njóta mikilla fríðinda.     Samt sem áður er raforkuverð til almennings og
húshitunar heilt yfir enn talsvert ódýrara hér en í nágrannalöndum.     Niðurstðan
hlýtur því að vera;    við höfum ekki gert allt vitlaust í beislun og nýtingu
innlendra orkugjafa.   En ekki má miklu muna.    Þarna hefur hallað undan
fæti síðustu ár.    Orkuveita Reykjavíkur fór langt framúr sér í
glórulausum lántökum og offjárfestingum.   RARIK hefur misst sig í
hækkunum síðustu ár og "aðskilnaður" flutnings og beinnar rafmagnssölu
varð ekkert nema brandari og kostnaðarauki.   Er aðeins sitthvor skúffan í sömu stofnun.  Þrátt fyrir að annað stæði til. Garðyrkjubændur fá prik fyrir að leita annara leiða við orkuflutning til þeirra.

Nýjustu hugmyndir Landsvirkjunar snúast um
rándýran rafmagnshund til Evrópu.  Það mun hækka allt "þakið",  m.ö.o færa allt orkuverð hérlendis til jafns
við há verð meginlandsins. Án efa mun  það bitna á oss innbyggjendum.   Ég hef orðið efasemdir um slíka fjárfestingu.    Ekki nema íslenskur almúgi og óbreyttir neytendur verði varðir.     Hef til þessa ekki séð neinar hugmyndir um slíkt, né útfærslu.
     Sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að kostnaður íslenskra notenda
myndi hækka stórlega og sveiflast á líkum nótum og á meginlandnu.  Þannig
mun því háttað í Noregi til dæmis.   Landsvirkjun myndi vissulega græða.
En í heimi sem æpir á orku eru bara  fleiri  leiðir  til þess hér innanlands.

Ég hef ekki á hraðbergi  þjóhagslegan sparnað Íslendinga í krónum og
beinhörðum gjaldeyri hvert ár  af kyndingu hýbýla sinna með innlendum
orkugjöfum.   Það eru án efa háar upphæðir.      Stærsti kosturinn er
samt hve innlenda orkan ver okkur gagnvart erlendum sveiflum.  
Gríðarlegar hækkanir á gasi og eldsneyti síðustu ár hafa beinlínis rýrt lífskjör þjóða. 
 Skaplegt orkuverð til almennings skiptir alveg jafn miklu máli og
 gjaldmiðillinn, eða hátt verðlag í verslunum.  Ástæðan er einföld.
 Það sleppur hreint engin fjölskylda við þessi útgjöld.

Næstu skref í þessari sjálfbærni verður án efa rafbílarnir.  Þar eru
spennandi hlutir að gerast.    Drægni hleðslurafhlaðna eykst sífellt.
Svokallaðir tvinnbílar bjóða einnig uppá margar útfærslur.     Minnkandi
eiturspúun og útblástur hlýtur að vera kappsmál þeirra sem pæla í umverfinu.

  

Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu 6. júní  2014.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband