27.5.2013 | 15:16
Ekki sama örvænting og áður.
Í öðru orðinu er talað um að vanti fjármagn inn í landið. Í hinu orðinu að erlent fjármagn sé " fast".
Ef að eigendur þessa fjármagns eru örvæntingarfullir og haldnir óþoli miklu þá fer það sérkennilega hljótt. Þeir voru það vissulega í október 2008. Skiljanlega. En ýmislegt hefur breyst.
En áttum okkur á aðstæðum nú. Það er kreppa á evrusvæðinu og víðar í þessum heimshluta. Þess eru dæmi að eigendur þessa fjármagns séu farnir að festa fé sitt í húsnæði og atvinnulífi á Íslandi. Ég dreg þá ályktun að sumir í " snjóhengjuliðinu" telji ástandið og umhverfið hérlendis ekki endilega galið.
Fyrir utan mörg tækifæri sem eru til staðar.
Snjóhengja ekki rétta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þekkir þú einhvern sem hefur einhverntíma hitt Erlend Kröfuhafa?
Ég er svei mér þá farinn að halda að hann sé hjá Geirfinni og Guðmundi.
Kannski sitja þeir á símapeningunum í herbergi klæddu með jöklabéfum.
Ásamt Ameliu Earhart, Elvis, Jimmy Hoffa, og Osama bin Laden.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 17:34
Hver veit Guðmundur. Skrýtið að allir rannsóknarnblaðmennirnir skuli varla ná að þefa uppi nokkurn.
Man einungis eftir viðtali við einn. Hollending. Hann var bara nokkuð slakur. Byrjaður að fjárfesta í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Ef menn hafa kollinn almennilega á herðunum og spila rétt úr, má gera efnahags og fjármálalífið "enn meira aðlaðandi" í jarðbundinni meiningu. Þá fjarar þetta út, en hluti mun þá án efa ávaxtast innanlands áfram
P.Valdimar Guðjónsson, 27.5.2013 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.