Ekki sama örvænting og áður.

Í öðru orðinu er talað um að vanti fjármagn inn í landið.   Í hinu orðinu að erlent fjármagn sé " fast".
 
Ef að eigendur þessa fjármagns eru örvæntingarfullir og haldnir óþoli miklu þá fer það sérkennilega hljótt. Þeir voru það vissulega í október 2008.   Skiljanlega. En ýmislegt hefur breyst.
 
En áttum okkur á aðstæðum nú.  Það er kreppa á evrusvæðinu og víðar í þessum heimshluta.  Þess eru dæmi að eigendur þessa fjármagns séu farnir að festa fé sitt í húsnæði og atvinnulífi á Íslandi.  Ég dreg þá ályktun að sumir í " snjóhengjuliðinu"    telji ástandið og umhverfið hérlendis ekki endilega galið.
 
Fyrir utan mörg tækifæri sem eru til staðar.  

mbl.is Snjóhengja ekki rétta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þekkir þú einhvern sem hefur einhverntíma hitt Erlend Kröfuhafa?

Ég er svei mér þá farinn að halda að hann sé hjá Geirfinni og Guðmundi.

Kannski sitja þeir á símapeningunum í herbergi klæddu með jöklabéfum.

Ásamt Ameliu Earhart, Elvis, Jimmy Hoffa, og Osama bin Laden.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 17:34

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hver veit Guðmundur. Skrýtið að allir rannsóknarnblaðmennirnir skuli varla ná að þefa uppi nokkurn.

Man einungis eftir viðtali við einn. Hollending. Hann var bara nokkuð slakur. Byrjaður að fjárfesta í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Ef menn hafa kollinn almennilega á herðunum og spila rétt úr, má gera efnahags og fjármálalífið "enn meira aðlaðandi" í jarðbundinni meiningu. Þá fjarar þetta út, en hluti mun þá án efa ávaxtast innanlands áfram

P.Valdimar Guðjónsson, 27.5.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband