28.4.2013 | 11:15
Kjósendur eru f...
Greining sérfræðinga á kosningaúrsltum stendur yfir á RÚV.
Niðurstaða margra er að umræðan hafi ekki verið nógu " víð". Því fór sem fór.
Framboðin kynntu sína stefnu. Kjósendur kynntu sér hana. Mikill fjöldi kjósenda ( í vafa) um allt land sagðist t.a.m. hafa kynnt sér stefnumál framboðanna á Netinu. Sérstaklega yngra fólk.
Það er ekki sanngjarnt sjónarhorn, né vítt hjá fræðimönnum, að gera lítið úr dómgreind hins almenna kjósenda. Né öllum hinum sjálfstæðum möguleikum þeirra og tækifærum til að velja og hafna í alþingiskosningum án stýringar umræðu.
Mér finnst liggja í loftinu að mörgum langi til að segja fólk er f... Einhver veit kannski hvað ég meina.
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aristoteles sagði: "heilinn er líffæri til þess að kæla blóðið."
Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2013 kl. 18:05
Þetta er rétt hjá þér. Einnig í Danmörku þar sem ég bjó lengi, var viðkvæði formanns kratanna (Socialdemokratiet) í hvert skipti sem þeir misstu fylgi í kosningum (sérstaklega þegar þeir misstu völdin), að flokkurinn/ríkisstjórnin "hafi ekki útskýrt nógu vel stefnuna" eins og kjósendur væru algerir óvitar. Kratarnir gátu ekki ímyndað sér, að kjósendur væru ósammála flokknum í einu og öllu.
Þetta er svipað og þetta sem þú nefnir, þegar stjórnmálafræðingar (sem eru engir sérfræðingar), sem hafa sóað skattfé í margra ára háskólamenntun og geta svo ekkert sagt sem allir aðrir vita ekki líka, fara að agnúast út í kjósendur fyrir að taka upplýstar ákvarðanir. Þetta er ekki séríslenzkt fyribæri, þessi hroki og sjálfupphefð þessara svokallaðra sérfræðinga sem fá oft greitt bara fyrir að segja sína almennu skoðun.
Hvergi er þó gremjan og uppnefnin átakanlegri en hjá heykvíslahjörðinni á sorpblaðinu DV, sem grátklökk kallar kjósendur (jafnvel alla þjóðina) öllum illum nöfnum. Life is good.
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 18:38
Ég er ískyggilega sammála þér.
Snorri Hansson, 6.5.2013 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.