Frosti er forspár.

Hinn flugmikli Framsóknarflokkur var trúlega nokkuð heppinn að ná Frosta Sigurjónssyni á framboðslista.

Sjaldgæfir yfirvegaðir menn í málflutningi og með ítarlega þekkingu á bakvið sínar fullyrðingar í pólitik .

Hann hafði sannfæringu og rök í Icesave sem eftir var tekið.   Nú síðast veðjaði hann á Framsókn sem var smáflokkur fyrir nokkrum vikum.    Framsýnn maður.

PS .    Hann reyndi að útskýra fyrir Hallgrími Thorsteinsson útvarpsmanni tillögur flokksins í morgun.  Hann komst lítið að.  Umsjónarmaðurinn var helming tímans að spyrja leiðandi spurninga í alltof mörgum orðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég hlustaði líka á þennan þátt í morgun og satt að segja er ég hálf hræddur við menn eins og Frosta.

Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Flokkur með góðar hugmydnir sem hann bjóst aldrei við að þurfa að standa við. Nú er hann í verulegum vanda því auðvitað á að gefa Framsókn tækifæri á að standa við öll stóru orðin með því að verja minnihluta stjórn þeirra falli, ef þeir standa sig....

Aðrir flokkar koma vart til við stjórnarmyndun, nema e.t.v. Björt Framtíð. Kannski að Guðmundur Steingrímsson skríði undir ullarteppi Framsóknar aftur. Því Heimabólið er best!

Ómar Bjarki Smárason, 7.4.2013 kl. 02:25

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er vel hugsanlegt Ómar. Þá væri komin algjör boost Framsókn. En eitthvað þyrftu þeir að semja um ESB ið. Sem brennur á Steingrímssyni, en greinilega ekki mikið á kjósendum skv. Skoðanakönnunum.

P.Valdimar Guðjónsson, 7.4.2013 kl. 10:48

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta verður víst ekki vandmál Valdimar. Var að sjá skoðanakönnun með 12000 manna úrtaki þar sem:

B: 32%

D: 22%

S: 10%

Þ: 7%

Samtals gera þetta reyndar ekki nema 71% þannig að það liggja einhver 29% í óvissu þannig að eitthvað gengur ekki upp..... Verðum því líklega að bíða þar til nær dregur kjördegi!

Ómar Bjarki Smárason, 8.4.2013 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband