Álagning og áhættur.

Gott framtak að halda fræðslufund um áhættu af innflutningi ófrosins kjöts.   Sumir eru komnir yfir mörkin þegar " vit" sumra á þessum málum hefur sig yfir alla sérfræðiþekkingu og ekki síður þegar döpur reynslu fyrri áratuga og alda gleymist.    

Oft horft til Nýja-Sjálands og Ástralíu þegar kemur að útflutningi kjötvara og hreinlega stóriðju kringum það.     Færri vita hinsvegar að þessar þjóðir eru með einhver ströngustu boð og bönn þegar kemur að innflutningi kjötvara.  Segja það með öðru vera lykilinn að heilbrigði þeirra búfjárstofna. 

Í sjónvarpsfréttum RÚV birtist enn og aftur Andrés Magnússon og rekur hve ofursnöggt íslensk verslun muni breytast í ódýr góðgerðarsamtök  fái verslunin sjálf að flytja inn kjötvörur.    Með dyggri aðstoð fréttamanna RÚV hefur hugtakið gúrkutíð breyst í kjúklingatíð.  Með ólíkindum hversu lítið er að frétta þessa dagana.

Talandi um álagningu íslenskrar verslunar heyrði ég sláandi dæmi því tengt. Félagi minn þurfti að kaupa varahlut í bílinn sinn. Þótti hann nokkuð dýr eða 72.000 kr. Var á leið til Þýskalands og ákvað að versla varahlutinn frekar þar enda fór ekki mikið fyrir honum. Þar kostaði þessi sami hlutur rúmlega 50 evrur , sem gera ríflega 7000 kr. Ísl.! Skal tekið fram að þarna eru engir verndartollar enda bílaframleiðsla ekki hafinn enn hérlendis. Svona eru nú saklausu englabossarnir sumir sem stunda verslunarrekstur á Íslandi að rækja sitt fag.  Ekki trúa öllu. 

  Það er auðvitað aldrei sanngjarnt að setja alla undir sama hatt.    En í alltof mörgum tilvikum er verið að snuða og okra á íslenskum neytendum.  Bara hvernig verslanir hver á fætur annari hreinlega banna verðkannanir lýtur t.d. ekki vel út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband