Fíkniefnapróf.

Ég fyllist allt að því óhug yfir umræðunni um fíkniefnapróf á vinnustöðum.   Öll sú umræða spannst vegna uppsagna sjómanna á skipum Vinnslustöðvarinnar i Vestmannaeyjum sem stóðust ekki próf.

Fyllist óhug vegna þess hve margir telja þetta óréttlæti og lítið vandamál.  En segir mér reyndar í leiðinni hve efnin eru útbreidd.  Það skín alltof áberandi gegnum allt saman.

Aðalmálið er þetta;    Neysla Kannabis er ólögleg, lögbrot, efnið er bannað, gert upptækt af lögreglu ef það finnst.    Ef starfsmenn fyrirtækis með ráðningarsamning um fyrirvaralaus fíkniefnapróf "lenda"  (?) í því að reykja hass eða mareijúana - þá verða þeir veskú að gera slíkt í upphafi frídaga sinna.  Rétt eins og sá sem dettur hressilega í það og drekkur stíft áfengi fram eftir nóttu, sest ekki undir stýri kl. 9 morguninn eftir.

Það að útskolunn kannabis úr þvagi taki langan tíma, er engin afsökun.   Sýnir þvert á móti lymsku og hægbrenglandi áhrif þessara efna á einstaklinginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband