27.1.2013 | 12:13
Stokka upp.
Þetta er orðinn aðeins of heimilislegur kunningja samkvæmisleikur í Efstaleitinu.
Er ekki verið að grínast? Sömu höfundar ár eftir ár. Og ofan á það sömu höfundar með mörg lög í sömu keppninni. Sem er út í hött. Hefði nú verið einfalt að sporna við því, eða eru lögin virkilega svona döpur sem koma inn?
Þetta er allt geðugt, viðkunnalegt og besta fólk kringum þetta. En fyrirkomulagið er komið algörlega útí móa.
Hvers vegna í ósköpunum hleypur öll sú ótrúlega gróska og orka kringum íslenska dægurtónlist algörlega framhjá þessari keppni?
Stellingar flestra höfunda eru byggðar á tómum misskilningi. Formúlan er ekki til lengur til (ef hún var þá til) Hvarf endanlega þegar finnsku þungarokksskrýmslin unnu keppnina. Eftir sigur Lordi með Hard Rock Hallelujah varð keppnin ekki söm.
Magni komst áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.