Rolling Stones. Engum líkir.

Deildi herbergi með eldri bróður mínum í æsku. Undir súð sunnan megin í gomlu upprunalega norsku timburhúsi sem var byggt fyrir þarsíðustu aldamót.
 Herbergið var meira á lengdina en breiddina. Haukur Guðjónsso svaf við eina gluggann, austanmeginn. Hann keypti sér veglegar Dual steríógræjur alveg í árdaga þessháttar fyrirbæra eftir vetrarvertíð eina.
Og þær voru notaðar. Daginn og kvöldin út
er verið var inni frá verkum.
14 árum yngri sem ég er,deildi ég á þessum árum ekki alveg sama áhuga á Rolling Stones og bróðir sæll. En ég var ekkert spurður að því. Ef ég vildi endilega (eða þyrfti) vera með honum í herbergi þá fylgdi þetta með. Hann keypti allar plöturnar. Og þær voru leiknar. Við sofnuðum útfrá "paint it black"'"sympathy for the devil", "brown sugar", "who wants yesterdays papers","oh doctor" , og svo má lengi telja.
Ekki beið ég af þessu neinn skaða enda sá ég aldrei þessa "viltu"töffara sem hristu upp í lífi ungdómsins nema á stöku ljósmyndum. Sjónvarpið kom ekki í gamla bæinn fyrr en 1968 og ráðvandir stjórnendur sýndu ekkert myndir af síðhærðum breskum hljómsveitargaurum.
Allir mótast af uppvexti sínum. Mörg frábærra laga Stones síuðust inn og skipa sérstakan sess hérna megin síðan uppi á lofti í Hauksherbergi.
Það var hrein unun að horfa og hlýða á heimildarmyndina um Rollingana á RÚV nú fyrir nokkrum dögum.
Hvað sem má um þessa krumpuðu kalla segja þá leynast þarna perlur. Hefðu þeir hætt jafn snögglega og óvænt og Bítlarnir á toppnum, væru sum lögin jafnmikil klassik. En þeir hættu aldrei. Eru enn að þó ótrúlegt sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband