Hvað er óskagengið ?

Þá er kannski tími til kominn að ráðamenn stynji útúr sér hvað þetta blessaða gengi á að vera.

Meirihluti Íslendinga vill atvinnuleysitölur í lágmarki. Kosturinn núna er sá að á bak við atvinnuna eru raunveruleg verðmæti. Gjaldeyrisskapandi og gjaldeyrissparandi. Ekki froða eða fáránlegt oflæti í húsbyggingum. Ástæða alls þessa er samt ekki snilld ríkisstjórnarinnar þó mikill minnihluti þjóðarinnar haldi svo. Né heldur endilega gjaldeyrishöftin per se. Skýringin er góður gangur í útflutningsgreinum.

Er þá ekki niðurstaða sú að gengið sé ekkert svo galið?

Ég finn samt eins og aðrir að hlutirnir kosta. Hef staðið í viðhaldi á húsnæði nú í haust. Innlendar afurðir líkt og steinsteypa setja mann ekkert á hiðina, en verð timburs og skrúfa bítur í. En samt. Hitt er verra.


mbl.is Misskilningur að gengi krónunnar sé veikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband