6.9.2012 | 21:48
Þrátefli í Evrulöndum.
Vandi evrunnar og þeirra landa sem dýpst urðu fyrir kreppunni á meginlandinu dýpkar enn.
Ástæðan í fjölda aðildarlanda ESB er sú að gengi gjaldmiðilsins er í engum takt við raunveruleikann í efnahagslífinu. Það lengir enn tímann sem tekur að vinna sig útúr vandanum og dýpkar skuldavandann því útflutningstekjur skila alltof litlu.
Það er kaldhæðnislegt að kannski er von Grikklands, Spánar, Ítalíu, jafnvel Frakklands og fleiri landa um bata - sú að hægi á hagvexti í Þýskalandi. Vegna stærðar þess stóra bróður er gengi Evrunnar háð ástandinu í því fjölmenna ríki. Lækki gengið Evrunnar fer það aðeins nær raunveruleikanum í þessum löndum. Stóri gallinn er hinsvegar sá að Evrukreppan mun enn lengjast. Þetta er því hálfgert "no win situation" sem enskurinn myndi kalla það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.