26.8.2012 | 22:38
Enn algjörlega ótrúlegt afrek.
Það var nú alveg nógu merkilegt að fá sjónvarp inná heimilið árið 1968. Undrast og stara á þetta galdratæki.
Hvað þá ári seinna að horfa á Neil Armstrong hoppa tilndilfættan og hálf svífa í níðþungum geimbúning á tunglinu í gamla svarthvíta túbutækinu inni í stofu.
Þrátt fyrir allra handa tækniundur sem stöðugt hafa litið dagsins ljós síðustu 43 árin er eiginlega ekkert sem toppar þetta tvennt.
Í dag væri þetta magnað afrek. En að þetta skildi takast árið 1969 stenst engan samjöfnuð. Hugsið ykkur hvað hefur gerst í tæknimálum. Tölvur voru t.a.m. afskaplega vanþróuð tæki á þessu tíma og varla komnar almennilega í notkun svo heitið gæti.
Strax sýnt að Armstrong væri kandídatinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ferðin til tunglsins stenst engan samjöfnuð því þetta er eitt mesta blekkingaleikrit í sögu mannkinns. Eins og þú segir þá voru tölvur afar vanþróðuð tæki, það vanþróuð að reiknivéli þín er 10000 sinnum öflugri en öflugustu tæki þessa tíma.
Þeir sem þekkja til geimvísinda sjá strax í gegnum þennan blekkingaleik sem bandaríkjamenn tóku upp í sjónvarpsstúdíói árið 1969 til að vinna rússana í geimhlaupskapphlaupinu. Neil Amstrong hefur aldrei farið til tunglsins frekar en ég og þú. Hann lék aðalhlutverkið í þessum rándýru sjónvarpsþáttum.
Í dag búum við ekki yfir tækninni til að komast til tunglsins.
Hér eru nokkrar staðreindir um geimvísindi sumar þeirra eru frá Nasa þar sem þeir skjóta sig nokkrum sinnum í fótin:
Tunglið er 384.403 km í burtu. Engin mönnuð geimflaug hefur komist lengra en nokuð hundruð km út í geimin í dag.
Geimflaug hefur einungis eldsneyti til að fara takmarkað út í geimin til að komast aftur til jarðar.
Geimflaugar þurfa að lenda eins og flugvélar. Það gerði Apollo ekki á tunglinu.
Van Allen radiation belt er 6437km frá jörðinni, engin lifandi maður myndi komast í gegnum það. Ef þú ferð í röngen myndatöku þarftu að vera í blýsvuntu til að verjast geislunum sem eru ekkert í líkingu við geislana í Van Allen beltinu.
Hér er mynd frá Nasa sem á að vera tekin á tunglinu. Það sést greinilega að þetta er búið til úr pappa og álpappír.
Það eru til heilu bækurnar og þættirnir um að þetta sé allt plat. Það er samt alltaf þaggað niður af Nasa til að halda heiðri bandaríkjanna. Niel Amstrong skammaðist sín fyrir þennan blekkingaleik enda ræddi hann aldrei við fjölmiðla eða neinn um tunglförina.
The Critic, 27.8.2012 kl. 00:27
Kaninn gerir út á þetta í fjöldavís. "Conspyracy theories". Endalausar samsæriskenningar. Elvis lifir enn, Paul í Bítlunum dó, e.h annar skaut Kennedy ofl.
Yfirvöldum í USA tekst yfirleitt að klúðra stórt eigi ad leyna eða svidsetja stór og minni mál svo ég hef enga trú á vantrú þinni skeptíski madur.
Eins og einhver benti á ,Armstrong var ekki fenginn vegna spinn og sviðskunnáttu heldur yfirburða hæfni. Afrekið og hárrétt stjórnun hans var síðan þess eðlis að ekkert er víst að það verði nokkru sinni endurtekið
P.Valdimar Guðjónsson, 27.8.2012 kl. 16:52
Þetta er ekki í líkingu við samsæriskenningararn um að Elvis sé enn lifandi og annað slíkt bull. Því þetta leikrit var sett á svið til að blekkja fólk eins og þig.
Engin hefur farið til tunglsins í 40 ár! Hvernig stendur á því? Menn eru að senda ómannað geimfar til Mars til að rannsaka. Ef það væri svona auðvellt að fara til tunglsins þá væri þar gemstöð sem menn myndu stunda rannsóknir. Niel Amstrong og félgar fóru ekki til tunglsins til að rannsaka, heldur til að hoppa upp og spila golf! Þvílíkt bull.
Skoðaðu myndirnar frá Nasa af tunglendignunni, þetta pappa drasl á myndinni er ekki geimfar.
Það er svo margt sem stiður það að þetta var plat. T.d. er ekki vatn á tunglinu, það þarf raka til að gera fótspor!
Hér er brot úr þætti sem sýndur var á Fox sjónvarpstöðinni, mæli með að þú gefir þér nokkrar mínútur og horfir á hann
http://www.youtube.com/watch?v=R1CpNoI4WGc&feature=related
The Critic, 27.8.2012 kl. 20:34
Þú gleymir alveg að taka í dæmin hverju það breytir að aðráttarafl á tunglinu er allt annað en hér. Það kemur inná margt.
Það er ekkert meira til tunglsins að sækja í sjálfu sér. Afskaplega steindautt umhverfi. Ævintýralegur kostnaður og margt fleira spilar inní að ekki eru hópferðir þangað síðan Appolo lenti. Áhuginn er meiri á fjarlægari slóðum.
P.Valdimar Guðjónsson, 27.8.2012 kl. 20:56
Það hefur ekki verið farið þangað því við höfum ekki tæknina til að komast þangað.
Þetta er dæmi um hvernig hægt er að nota fjölmiðla til að láta fólk trúa á hluti sem aldrei gerðust.
The Critic, 28.8.2012 kl. 00:23
http://www.def-logic.com/articles/lunarlanding.html
Þú getur líka lesið þetta ágæti krítiker, hann tekur þetta lið fyrir lið.
P.Valdimar Guðjónsson, 28.8.2012 kl. 17:43
horfð þú á þennan þátt
http://www.disclose.tv/action/viewvideo/14961/DID_WE_LAND_ON_THE_MOON____moon_hoax_43min_/
The Critic, 28.8.2012 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.