Þóra Arnórs.

Áheyrilegir og áhorfsvænir fjölmiðlamenn og konur verða vinir almennings.     Með tímanum meira en gestir í stofunni heldur beinlínis hluti af heimilislífinu.    Þessvegna hefur fólk í þeirri stöðu margfalt forskot á óbreyttan almenning þegar kemur að framboði til Forseta Íslands.     Ekki spillir nú heldur þegar viðkomandi hefur persónutöfra , útgeislun, húmor og greind.  

Allt þetta uppfyllir Þóra Arnórsdóttir en hvers vegna er framboð hennar staðreynd?       Svarið er að vissum hópi fólks mislíkuðu gjörðir Ólafs Ragnars Grímssonar síðustu misseri.        Útslagið var þó án vafa  sú staðreynd að Ólafur fer hvergi leynt með andstöðu sína gegn aðild að ESB.       Þar getur Þóra  ekki falið fortíð sína  eða  þá staðreynd að hún var fram í síðustu viku höll undir þá aðila sem  sjá ljósið við fulla aðild að Evrópusambandinu.

Í jafn viðkvæmu og eldfimu pólitísku ástandi og hér ríkir verða alltaf til andstæðir pólar.     Forsetaembættið sleppur þar ekkert og Ólafur Ragnar hefur svosem ekki verið mikill lognmollu friðarstilllir þar síðust árin.       Því varð að finna andstæðu.  Búa til öðruvísi val , fyrst að Ólafur vill áfram sitja og gaf ótvírætt til kynna afstöðu sína til umdeildra mála.

Hugsum nokkur ár aftur í tímann.  Forsetinn hefur nýlega hafnað þvi að undirrita umdeild fjölmiðlalög og vísað þeim til þjóðarinnar.   Fjórða kjörtímabil hans er að enda.    Gríðarlega ánægja ríkir með gjörning hans innan Samfylkingarinnar og því að hann stendur uppí hárinu á Davíð Oddsyni.     Skorað er á hann að gefa kost á sér áfram.  Ekki síst úr röðum Samfylkingarfólks.

Þarna bætti ég aðeins og stílfærði.  En það breytir ekki inntakinu.  Svona væri staðan nákvæmlega í dag ef pólitíska landslagið snéri svona.    Þá hefði engin ung Kratamóðir úr fjölmiðlum átt séns. Andstaða er við Ólaf vegna þess að hann löðrungaði þá ríkisstjórn sem situr í dag.   Vísaði umdeildum málum til þjóðarinnar , sem síðan greip tækifærið fegins hendi.   

Undan því sveið, en andstaða Ólafs við ESB aðild fyllti mælinn.

Þó stuðningsmönnum Þóru hafi gengið vel að fá lágmarksfjölda meðmælenda skyldi enginn vanmeta póliíska refinn Ólaf Ragnar, né  þá stöðu að hann er sitjandi forseti sem gefur fastan vísan byr.


mbl.is Þóra komin með lágmarksfjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Nákvæmlega svona er staðan eins og þú lýsir. Ótrúlega margir þingmenn samfylkingarinnar koma úr fjölmiðlum - og reynst frekar seinheppnir. Flest allir sem ekki lesa annað en Frettablaðið vita ekkert um pólitískan ferill Þóru og tengsl hennar við ESB. hafa

Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 15:38

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er rétt hjá þér Sólbjörg.    Lesir þú aðeins "vissa" fjölmiðla færð þú ekkert heildarmynd eða  fullar upplýsingar frá öllum hliðum.

 Þetta er stór galli á hreint ótrúlega litaðri fjölmiðlun dagsins í dag.

P.Valdimar Guðjónsson, 8.4.2012 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband