23.2.2012 | 00:14
Hin margbrotnu tungumál.
Ég var sjálfur í máladeild í menntaskóla fyrir 30 og eitthvað árum síðan. Þá var gert hálfgert grín að slíku og talað um að maður væri þá staddur á "flugfreyjusviði".
Þetta hefur að ég held breyst. Að kunna skil á nokkrum tungumálum er góð undirstaða undir margt. Hef aldrei séð eftir því. Enda hálfgerður skussi í stærðfræði og raungreinum.
Tungumálin hafa hinsvegar alltaf legið vel fyrir mér. Slíkt er eins og margt annað misjafnt milli einstaklinga. Samt hafa tölur á löngum tímabilum orðið mínar ær og kýr ,nánar tiltekið númer tvö fyrir utan þessar hefðbundnu. Aðallega sem gjaldkeri og setum í sveitarstjórnum. En aðrir voru svo snjallir að finna upp reiknivélar og tölvur svo allt er mögulegt í dag.
Fram á síðustu ár var "greind" að stórum hluta skilgreind útfrá færni í stærðfræði. Kannski ekki snobbað fyrir slíku, en allt að því. Nú vita menn betur. Lesblindir hafa svo dæmi sem tekið aðrar og stundum mun betri náðargáfur en annað fólk.
Engin færni er yfir aðra hafin. En á öllum sviðum eru til snillingar. Líka í að tala tungum.
![]() |
Talar 18 tungumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.