Léttvæg stjórnun.

Ekki það að allt sé fengið með menntun.

En.

Ef ég læt byggja hús fyrir mig verð ég að ráða lærðan byggingameistara.   Ef bíllinn bilar stórt fer ég til löggilts bifvélavirkja. Ef þarf að mála er rætt við málningameistara.

Til skamms tíma...  Ef þarf að ráða æðsta mann í forsvar fyrir lífeyrissjóð. ; Hver sem er.

Það er alltof mikið rangt að braska og verja hluta af dýrmætum launum hinna vinnandi stétta í hrein og klár fjárhættuspil.  Launum sem aflað var með svita og basli oft á tíðum.    Ég vorkenni síður þeim sem eiga nánast gulltryggð lífeyrisréttindi vel á pari við vinnulaun sín út á markaðnum.  Og það eru vel að merkja fleiri en Ráðherrar og Alþingismenn.

Og í lokin aftur að menntun.   Á hana er treyst.  Sumir voru nógu þaulmenntaðir sem sukkuðu á gróðæristímanum.    Í bönkum og víðar. Hvað finnst þeim sem sáu um að mennta þá og uppfræða  í rándýrum skólum.   Brást ekki líka eitthvað þar?  Eða er kannski uppeldi á heimilum orðið það dapurt að hreinlega þurfi að kenna siðferði jafnhliða?

Jú alltaf talað um að axla ábyrgð.  Æ fleiri missa trúna á að það verði nokkurn tímann.  En ég velti fyrir mér hvenær einhver viðurkennir að hafa gert eitthvað rangt.   Það myndi tappa heilmikilli reiði af mörgum þegnum þessa lands.  Þá er frá mínum sjónarhól ekki sáluhjálparatriði að löng refsing fylgdi.

 


mbl.is Kúlulánin komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband