2.2.2012 | 10:58
Hetjan Eiríkur Ingi.
Frásögn Eiríks Inga Jóhannssonar í Kastljósinu mun varla líða venjulegu, viti bornu fólki úr minni.
Ég sjálfur hafði framan af upprifjun hans efasemdir um viðtal sem þetta svo skömmu eftir hið hið hræðilega sjóslys á hafsvæðinu undan vesturströnd Noregs.
En Eiríkur Ingi lýsti harminum yfir missi skipsfélaga sinna og eigin hetjudáð við að halda lífi á svo mannlegan, einlægan og kjarkaðan hátt að allir sjónvarpsáhorfendur fundu fyrir djúpri samkennd. Samkennd með honum sem og ættingjum þeirra sem létust. Öll samglöddumst við honum samt í leiðinni fyrir að fá að halda lífi.
Það er allt fáránlegt hjóm í samanburði við svona raun. Allar fréttir, allt væl, allt kvart og kvein er hjóm við hlið þeirra sem á djarfan hátt þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Sú barátt fer reyndar viðar fram en á sjó.
Sem betur fer fékk Eiríkur Ingi að segja frásögn sína ótruflaður og viðtalið var óstytt.
Það er við svona aðstæður og afrek sem Íslendingar dást að sínum hetjum. Hann sýndi úr hverju okkar bestu synir eru gerðir. Þeir fá hinsvegar öllu meiri umfjöllun i fjölmiðlum dag hvern, sem eru litilla sanda og sæva.
![]() |
Ég ætla ekki að gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér, P Valdimar Guðjónsson. Maður getur ekki sett sig í þessi spor, og maður fékk kökk í hálsinn. Ég hef verið 30 ár til sjós, og ég segi, þetta er yfirnáttúrulegt þrekvirki!!
Eyjólfur G Svavarsson, 2.2.2012 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.