29.12.2011 | 13:03
Að kynnast Íslandi.
Í hádegisfréttum RÚV. Fyrsta frétt. Færðin í Reykjavík.
Alveg skiljanlegt. En samt broslegt fyrir marga sem búa á öðrum stöðum landsins. Mjög sjaldan fyrsta frétt þegar ófærð, snjókoma og hríð skekur aðra landshluta.
Höfuðborgarsvæðið er snjólétt að öllu jöfnu. Þetta veðurfar nú er því þarfaþing fyrir íbúa í yngri kantinum á þessu svæði. Stór hópur yngri kynslóðar hefur aldrei kynnst alvöru snjó, alvöru ófærð, alvöru snjóbyl eða alvöru hálku á sinni æfi. Fólk er því minnt á í hvaða heimshluta við búum. Hinir hlýju vetur síðustu ár og áratugi gefa ekki alveg rétta mynd og geta valdið smá veruleika firringu.
Tek það fram að ég óska engum þess að glíma við vandamál eða langvarandi röskun á samgöngum vegna fannfergis. En allir hafa gott af að kynnast slíku.
Þungfært vegna fannfergis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.