10.12.2011 | 13:39
Guđrún Valdimarsdóttir.
Alveg er hún einstök kona hún Guđrún Valdimarsdóttir. Ţađ skal nú tekiđ fram ađ hún er móđursystir mín. Hún er á margra vörum einmitt ţessa dagana eftir innslag á RÁS 2 fyrir stuttu. Magnús Hlynur Hreiđarsson heimsótti hana í tilefni fyrstu ljóđabókar Gunnu sem ber nafniđ "Bláklukkur". Ekki síst er ţetta athyglisvert vegna ţess ađ skáldiđ er á 92. aldursári, en burtséđ frá ţví hef ég trú á ađ ţessi fallega bók týnist ekki í "háflóđinu" ţessa dagana. Í umrćddu viđtali flutti hún eftirminnilega ljóđiđ "Stress". Lýsti ţađ á skondinn hátt dćmigerđum nútímamanni sem í kapp viđ klukkuna flýtti sér um of í vinnuna. Alltof seinn., međ ýmsum afleiđingum.
Fćdd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirđi af bókelskri skáldkonu Guđfinnu Ţorsteinsdóttur (Erlu) mótađi Gunnu og hin systkinin. Fađirinn Pétur Valdimar Jóhannesson studdi alltaf eiginkonu sína Guđfinnu og sýndi skáld og sköpunarţörfinni ríkan skilning.
Líkt og fleira hógvćrt fólk flíkađi Gunna ekki ljóđum og tćkifćrisvísum sínum Útgáfa ţessarar 87 síđna ljóđabókar en hinsvegar fyllilega tímabćr. Guđrún er einstök kona. Hlý, hláturmild, bráđgreind og hnyttin. Rammpólitísk ef einhver vill viđra slíkt. Hún man og flytur heilu ljóđabálkana svo eftir er tekiđ. Jafnvel heilu ljóđa bćkurnar ef ţví er ađ skipta. Og ţađ enn í dag.
Ég óska henni til hamingju međ bókina.
Hér eru nokkur dćmi úr nýju bókinni Bláklukkur.
Líđur sumar, lengjast kvöld,/
leggst ađ haust og kvíđi./
Fögur blikna foldartjöld,/
fellur lauf af víđi...
Engum líkar óstjórnin,/
ekki koma bjargráđin./
Víst er ţjóđin vonsvikin,/
vandrćđunum rígbundin...
Oft nćr hćlum hurđin skall/
ađ hitta á rétta vađiđ./
Ţú hefur unniđ ókleift fjall/
og uppi á toppnum stađiđ.
Á köldum vetri er fyrri hluti ljóđsins "Vorsól" kjöriđ til ađ hugsa um hćkkandi sól á nćsta leyti.
Vorsól skín og vermir landiđ,/
Vetur genginn er á braut./
Lifnar allt sem lá í dvala,/
laufgast tekur foldarskaut./
(Viđtaliđ viđ Guđrúnu á R'AS 2.
www.ruv.is/sarpurinn/siddegisutvarpid/07122011/niraed-med-nyja-bok
Aftur verđa grćnar grundir, /
glitrar á í fögrum dal./
Niđur hlíđar liđast lćkir,/
ljóma slćr á fjallasal...
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.