Hryggð.

Fjöldamorðin í Osló og eyjunni Útey í Noregi eru óútskýranlega hræðilegur atburður.

Óskiljanlegur með öllu og hugurinn er hjá frændum vorum.   Að þetta geti gerst hjá friðsælli norrænni þjóð er erfitt sem staðreynd að kyngja.

Sem óbreyttur borgari verður manni hugsað til fórnarlamba, skyldmenna og foreldra.   Með hryggð og samúð.   Skyldmenni heyrðu sum hryllinginn jafnóðum í símum ungmennanna.   

Að líkindum er þetta atburður sem markar líf frænda okkar fram eftir allri þessari öld.   Þau öll sem í þessu lentu munu bera ör, misstór alla ævi.

 

En allt bullið sem spunnið er kringum þennan atburð skil ég ekki.   Þessu atviki er klínt uppá stjórnmál og skoðanir fólks hérlendis. Slikt eru  svo fáránlegir órar og firra að engu tali tekur.   Bullið í bloggheimum og sumum vefmiðlum nær stundum útúr öllu korti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband