Verkefni fyrir fúsar hendur.

Sendi eftirfarandi grein í Dagskrána á  Selfossi fyrir stuttu.

Ég skil ekki hvers vegna atvinnuleysisbótum er ekki í ríkara mæli "komið í vinnu".  Það er hægt að koma hluta þessa mikla fjármagns sem legst á ríkið út í öðru formi en með þvi að sitja með hendur í skauti.     Auðvitað ekki öllu, en það má reyna að hugsa útfyrir rammann.

Greinin fer hér á eftir. Hvers vegna þetta kemur hinsvegar í belg og biðu alltsaman, án greinaskila, kann ég bara ekki tækniskil á;

                        Allir þekkja ástand í atvinnumálum og nauðsyn þess að koma fúsum höndum í vinnu og verkefni í stað aðgerðarleysis.    Trúa verður þvi að áfram sé vilji stjórnvalda að sem flestir hafi atvinnu á Íslandi. Að hér sé spurning um að þrauka meðan samdráttur varir.  Trúlega er ástand atvinnumála mun verra en opinberar tölur gefa til kynna. Auk þess er nú verulega farið að þrengja að víða eftir langt kyrrstöðutímabil.  Fjöldi fólks hefur brugðið sér í nám sem er í sjálfu sér ekki slæmt  og annar hluti leitað erlendis tímabundið um vinnu. Hver einstaklingur sem hefur vinnu, er viðsnúningur fyrir ríkið í tekjum í stað gjalda, uppá lágmark þrjár milljónir króna. Efni þessa greinarkorns er hugsanlegt verkefni sem má með fullum rétti segja að komi mér ekki nokkurn skapaðan hlut við.  Tekið skal fram að ég bý ekki í sveitarfélaginu Árborg.  Enda eru hér aðeins nokkur orð í  héraðsblaði og einungis til umhugsunar. Líta má svo á að nú sé  “hagkvæmt” tækifæri opinbera aðila í víðum skilningi hér á Suðurlandi þegar horft er í allar  áttir um  möguleg verkefni í yfirstandani kreppu..  Á ég þar við menningarsal Hótel – Selfoss   sem hefur staðið hrár og óinnréttaður síðustu  þrjá áratugi. Sé grannt skoðað er hér tækifæri í slæmu ástandi atvinnumála til að ljúka verkefni sem dregist hefur.  Af ástæðum sem skipta ekki máli lengur.   Hönnun yrði  án efa jarðbundari og unnin á hagkvæmari  hátt en tíðkaðist á “gróðæris” tímanum. Ríkissjóður stendur uppi með gríðarleg útgjöld vegna atvinnuleysis. Sem fara til að tryggja lágmarksframfærslu vel á annan tug þúsunda einstaklinga.  Engann virðisauka að öðru leyti út í samfélagið.    En hvers vegna má vel réttlæta útgjöld ríkisins í þetta verkefni? 1.                  Útgjöldin eru þegar til staðar hjá ríkissjóði að hluta, einungis í öðru formi. Svosem atvinnuleysisbótum og fylgifiskum sem virka letjandi á hagkerfið. 2.                  Atvinna skapast fyrir hönnuði, iðnaðarmenn og fleiri í atvinnugrein  hér  í héraði, í ástandi og atvinnugrein sem nálgast frostmark. 3.                  Húsnæði þegar til staðar. Hægt er að hefja framkvæmdir innan ekki langs tíma og varla mikill tími sem fer í flókið skipulagsferli.  4.                  Hægt að koma upp menningarsal sem nýtist öllu Suðurlandi og víðar um ókomin ár fyrir aðeins brot af þeirri upphæð sem nýtt hús kostar.Að líkindum væri hægt með hóflegri hönnun að komast af með   aðeins 10 til 15%  af  endanlegum kostnaði við nýtt til þess gert húsnæði á Akureyri svo dæmi sé tekið, án þess að slegið væri af kröfum. 5.                  Fordæmin eru til staðar í öðrum landshlutum.   Auk þess mætti ríkisvaldið stíga útfyrir sinn fábrotna ramma í útgjöldum vegna stöðu mála nú.  Sem hefur til þessa einskorðast að mestu við  atvinnuleysis og jú samgöngubætur. Hvorttveggja nauðsynlegt en líka  frekar hugmyndasnautt, sérstaklega það fyrrnefnda . Nú veit ég að eignarhald  í dag er í höndum einkaaðila.    Hugsanlega er flækjustig því tengt.  En rýmið skilar núverandi eigendum varla miklu í dag og er tæpast mikils virði.  Benda má á að fullkominn menningar og ráðstefnusalur hlyti einungis að styrkja og útvíkka möguleika í rekstri Hótel Selfoss.  Í dag er salurinn eyðilegt eyland í miðju hótelsins, en nefna má að drjúgur hluti kostnaðar við nýja sali sem þessa fer í að “tengja” við og byggja þjónusturými af öllu tagi ,  en hér er allt slíkt til staðar.  Vandaður menningarsalur með góðum hljómburði yrði lyftistöng  hér á  storu svæði.  Um það er ekki deilt.      En slíkur salur er kominn hér vel á veg og hefur verið öll þessi ár. Kannski má  velta fyrir sér tækifærunum sem felast í að ljúka honum endanlega nú.  Þrátt fyrir ,eða jafnvel einmitt vegna erfiðs ástands í atvinnumálum nú um stundir. Séu stjórnvöld þversum á þessum tímapunkti má leita til lífeyrissjóða. Af hverju er fjárfestingar og ávöxtunarhluti þeirra ekki í vinnu fyrir fólkið?   Þá meina t.d. í þessu verkefni sem flýtifé, ef ríkisvaldið gæti kvittað uppá útgjöld í svona verkefni síðar þegar betur árar. Slík örvun ríkisvaldsins kæmi sér vel. Bæði í samtíð og  til framtíðar. Að sækja á um slíkt væri tilraunar virði.                           Valdimar Guðjónsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband