Landbúnaður og báknin.

Eftirfarandi spannst a vef Egils Helga á Eyjunni.   Af einhverjum  misskilnum ástæðum halda einhverjir að íslenskir bændur séu læstir inní einhverju stóru bákni.  

Þó margt megi alltaf bæta,er það mikill misskilningur miðað við það sem býður okkar ef verður af inngöngu í ESB.

Sendi eftirfarandi inn;

Þetta tal þitt Egill um bákn í kringum íslenskan landbúnað er algjörlega út í hött. Enda alltaf órökstutt.

Hinsvegar er unnið hörðum höndum að aðlögun. Aðlögun að kerfi ESB. Og þá fá nú bændur og almenningur fyrst að kynnast bákni. Bændur og samtök þeirra hafa alveg kynnt sér reynslu kollega þeirra í öðrum löndum af því.


Væri "niðurnjörvun" jafn mikil og af er látið væri ekki jafn mikið líf og fjölbreytt vöruúrval af íslenskum landbúnaðarvörum á góðu verði. Bændur og framleiðsluvörur þeirra hafa dregið vagninn síðustu ár við að minnka verðbólgu og halda aftur af verðhækkunum. Það staðfesta hagtölur. Sem framlag hafa þeir að hluta gefið eftir laun sín og ekki náð að fylgja eftir verðhækkunum á aðföngum erlendis.


Þegar eru hinsvegar byrjaðar að þenjast út  (hálf) íslenskar eftirlitsstofnanir sem auka skriffinsku og flækjustig í alla enda við alla framleiðslu. Þó sumt sé til bóta , er þetta mest gert til að þóknast misvitrum reglugerðasmiðum meginlands Evrópu uppölnum í krónísku bákni.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband