Hamfarir af öllum gerðum

Jarðskjálftinn í Japan 11. mars  var ógnvænlegur og hrikalegur fyrir landið og íbúana.  

Þessi duglega þjóð byggir vönduð hús að sjá sem eru hönnuð með jarðskjálfta í huga.  En ekkert fær staðist gríðarlegar flóðbylgjur sem fylgdu í kjölfar skjálftans þegar jarðflekar skruppu hvor ofan á annan.  Hér hinsvegar gliðna þeir í sundur.

Kjarnorkukverin virðast viðkvæm fyrir skjálftunum.  Er í raun óskiljanlegt að þau séu ekki hönnuð og byggð með a.m.k.  150% öryggi í huga og gert ráð fyrir hinu allra versta.    En vera kann að slíkt sé algjörlega ómögulegt.  Ef svo er þá er kjarnorkan varla áhættunnar virði.  Allavega á jarðskjálftasvæðum

Það er sagt að þarna verði aldrei nýtt Chernobyl.   Hver sem geislunin verður er þarna þó algjörlega ólíku saman að jafna.    Ástæðan er hversu gríðarlega þéttbýlt er í Japan. Það magnar alla áhættu.  Hvað verður um landbúnað og akuryrkju á stórum svæðum?

Hér má hinsvegar sjá afleiðingar flóðbylgjunnar á nokkrum stöðum.  (copy / paste )

http://edition.cnn.com/2011/WORLD/asiapcf/03/12/japan.before.after/index.html?hpt=C2#


mbl.is Með alvarlegustu kjarnorkuslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með lestri á þessari grein > http://www.theregister.co.uk/2011/03/14/fukushiima_analysis/

Margt fróðlegt sem kemur þarna fram og þá sérstaklega um öryggismálin sem virðast hafa verið upp í topp og gott betur. Einnig er þarna mjög góð skýring á verkferlunum í kringum kælinguna á stöngunum ásamt vísun í skýrslu frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni sem er einnig fróðleg lesning.

Menn geta svo dregið eigin ályktanir af öðrum fréttaflutningi.

Sverrir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband