21.12.2010 | 00:03
Vildum við annað verra í staðinn?
Allt er þetta eflaust rétt í fréttinni.
En hin hliðin er sú að ef þetta hefði ekki gerst væri hér þunglamalegt, miðstýrt og ósveigjanlegt hagkerfi. Fyrir utan að fjölmargar aðrar stórar myntir hafa líka rýrnað stórt á jafn löngum tíma.
Atvinnuleysi hefði í efnahagslægðum (sem alltaf koma með óreglulegu millibili) náð miklu hærri prósentutölum en við sjáum nú. Alvarlegast er þó hve miklu minni gjaldeyri við fáum fyrir útflutning okkar í kreppum.
Vegið salt, er sveigjanlegur gjaldmiðill skárri kostur. Hann kemur okkur og almenningi betur þrátt fyrir allt.
Hinsvegar.
Það er hægt að klúðra málum stórt. Öll vitum við að það gerðist hér. Ný og agaðri peningastefna er lífsnauðsynleg. Við þolum illa annað hrun. Þar má margt breytast til batnaðar og eflaust má umbylta mörgu tengt peningastjórnun og krónunni. Óbeina tengingu við gullfót eða "stabílar "myntir til að freista þess að stöðugleiki haldist sem mestur.
En sveigjanleika okkar nú geta samt Írar, Grikkir og Spánverjar öfundað okkur af núna svo dæmi sé tekið.
Höfum samt í huga að veiðmannaþjóðfélag mun alltaf búa við sveiflur.
Það er ekki lögmál heldur okkar eigið klúður hve við missum sífellt tök á verðbólgu.
Rýrnun krónunnar 99,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kostar gjaldeyrisvarasjóð.
Theódór Norðkvist, 21.12.2010 kl. 01:43
Það kann að vera Theódór. En náist hér sæmileg festa í fjármálin má hugsa þá leið til að finna viðmið sem "stilla" gengið bærilega rétt. Hér hefur tilheigingin verið annaðhvort of, eða van, með tilheyrandi veseni.
P.Valdimar Guðjónsson, 21.12.2010 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.