Tvöföldun suðurlandsvegar.

'Eg er sammála gagnrýni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns á fyrirhugaðri tvöföldun suðurlandsvegar sem mun hefjast á næstunni.  Hann telur 2+1 veg duga.

Það eru vissulega toppar og þung umferð austur yfir fjall um helgar og sumarleyfistímann.  Síðan tappi við Selfoss sem helgast af hægri umferð um aðalgötu og yfir gamla brú.

En nú á næstunni mun þessu álagi linna og umferðin dreifast víðar.    Suðurstrandarvegur er langt kominn.  Þangað mun umferð ferðamanna  og að hluta íbúa á Suðurlandi og Suðurnesjum beinast í auknum mæli.    Unnið er að Gjábakkavegi og veginum yfir Lyngdalsheiði sem bæði ferðamenn og sumarhúsaeigendur munu óspart nýta sér frá og til Reykjavíkur.Ný brú yfir Ölfusá ofan við Selfoss er einnig í burðarliðnum og hönnun í gangi. Rætt er um fjármögnun lífeyrissjóða, hvað sem verður.

Niðurstaða mín er sú að við þessar aðstæður er algjör óþarfi og bruðl í kreppu að tvöfalda nú leiðina Reykjavík - Selfoss yfir Hellisheiði.     Hvað hafa orðið mörg slys síðan 2 + 1 var sett  á hinn stórhættulega vegkafla fyrir ofan Litlu - Kaffistofuna ?  Ekkert alvarlegt svo ég viti, en þar voru fjöldamörg slys ár hvert.  Það finnst mér stóra málið.  Hinn glæpsamlegi frammúrakstur á þessari leið er og var aðal vandamálið og orsök langflestra banaslysa.  Hitt er annað mál að þessi tiltekni vegkafli er óþarflega mjór þar sem hann er einbreiður. Úr því þarf að bæta.

Ég veit að margir vinir mínir í Hveragerði og á Selfossi eru ekki sammála mér.  En við verðum að forgangsraða og nýta aurinn skynsamlega hvað sem hver segir.  Við útilokum ekkert til framtíðar og höfum í huga tvöföldun verður ódýrari og minna mál framkvæmdalega þegar að henni kemur.

Áframhald 2+1 vegar með vegriði er hinsvegar tímabær framkvæmd, þó fyrr hefði verið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að fá að heyra hvað það er sem þú vilt að sé í fyrstu sætunum í forgangsröðinni. Eins hvað þetta skynsamlega er sem betra er að nýta aurinn í hvað sem hver segir. Það væri fróðlegt að heyra þína forgangsröð.

Annars er alveg makalaust hvað þú getur verið gjörsamlega sneyddur því að hugsa um aðra en sjálfan þig. Ef þú ækir þennan vegarspotta einhverntíma þá geturðu séð og talið krossana sem eru undir Kögunarhól til minningar um þá sem hafa látið líf sitt á þessum vegi. Sérstaklega á partinum milli Hveragerðis og Selfoss og þar geta menn stundað glæpsamlega framaná keyrslu.

Og svo ég skjóti nú á þig úr báðum þá er ég sannfærður um að maðurinn sem fékk framaná keyrslu hjá manni sem var kominn yfir á rangan vegarhelming að þá hefði það ekki orðið hefði vegurinn verið aðskildur vegur 2 plús 2 og litla telpan hans ekki verið drepin og litli drengurinn hans væri ekki bundinn hjólastól. Veltu þessu fyrir þér.

Þórður (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

2 + 1 vegurinn er aðskilinn með vegriði Þórður og þar er frammúrakstur ekki mögulegur.   Við getum því eflaust með tölfræðinni haldið því fram að nú þegar hafi bjargast mannslíf.

Ég vil að sjálfsögðu koma aðskilinni aksturstefnu alla leið austur fyrir Selfoss þannig að þú misskilur mig.      En ég tel tveir plús einn duga þar til.

P.Valdimar Guðjónsson, 12.8.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband