24.6.2010 | 00:12
Lán.Erlend.Innlend.
Ég hef samúð með þeim sem tóku erlend lán sem leið til að létta eða auðvelda rekstur sinn. Eða blönduðu áhættu sinni með krónum við kaup á fasteign.
Minni samúð með þeim sem voru í "dótakassanum". T.d. rándýrum bílum , hjólhýsum, sumarbústöðum os frv. Létu glepjast af fagurgala og "ofboði" fjármálafyrirtækjanna af lánspeningum. Einnig minni samúð með þeim sem versluðu 95 til 100% af verði vörunnar með lánsfé.
Því minnist ég á þetta að ekki er hægt að setja alla lántakendur undir einn hatt. En fyrir mér persónulega var málið nokkuð einfalt. Ég sá ekki fram á að fá laun mín í dollurum eða Evrum. Ef slíkt væri raunveruleikinn hefði ég ekki hugsað mig um tvisvar. Því sá ég ekki sjarmann við að taka erlend lán þegar ég þurfti þess.
En.
Þeir finna alltaf leið. Látið ykkur ekki detta annað í hug. Þeir tímar liðu fyrir 35 árum síðan. Þeir tímar þegar hægt var að fá lán sem voru lægri en verðbólgan.
Menn(bankar,fjármálafyrirtæk) finna bara mismunandi form og leiðir til að hafa sitt á þurru. Þ.e.a.s verð efnahagssveiflur. Ójá,og á Íslandi verða efnahagssveiflur. Það hefur sagan kennt okkur.
Ætli verði ekki amk. tvö bankahrun hér líkt og í Asíu kreppunni. Ég veit auðvitað ekkert um það. Hef samt enga trú á að bankastofnanir og hluti þjóðarinnar hafi efni á að blæða fyrir annan hluta þjóðarinnar.
Ég véfengi ekki Hæstarétt né dóm hans. En ef einhver fær nú gjafir eftir allt sem á undan er gengið þá verður sátt rofin.
Hitt er annað mál að jafna bil milli erlendra lána og verðtryggðra. Hvorugt formið skal ég verja.Hvernig margir saklausir lántakendur fóru útúr erlendum lánum á einni nóttu á sér fá fordæmi. Að sjálfsögðu verður að leiðrétta þá stöðu með einhverju móti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.