Hvað þurfa hús að kosta?

Hönnun opinberra bygginga var líkt og margt annað komin útúr öllu korti í "góðærinu".  Við sitjum mörg uppi með húsnæði sem varð alltof dýrt.    Ekki af nauðsyn heldur skrýtnu samblandi af bulli og snobbi ef nota má slíkt orðfæri.  En mér kemur ekkert annað í hug.

Á Stokkseyri stendur nýbygging grunnskólans nánast tilbúin. Mig minnir að framkvæmdir hafi byrjað 2007. Vegna deilna við verktaka hefur dregist að taka húsnæðið í notkun, en til þess máls þekki ég ekki.   Kostnaður við þetta hús stefnir í að verða krónur 100 milljónir á hverja kennslustofu.     Það þykir mér dýrt.

Hér í Flóahreppi er stækkun grunnskólans sem heitir Flóaskóli í gangi.   Þar er byggt núna í kreppunni miðri og vorum við í sveitarstjórn að sjálfsögðu hugsandi um að hefja framkvæmdir þegar allt byggingarefni hafði nánast tvöfaldast í verði á einni hélunótt.  Haft var hinsvegar að leiðarljósi að hanna bygginguna á einfaldan hátt.      Byggingakostnaður þessa húss sem uppfyllir alla staðla og kröfur um opinberar byggingar, stefnir í að verða um 10 milljónir á hverja kennslustofu.     Það þykir mér ódýrt.

Svo getur hver og einn reiknað í huganum.   Til dæmis tónlistarhúsið.  Hvað hefði það getað kostað með jarðbundinni og "eðlilegri" hönnun ?     Örugglega eitthvað álíka í hlutfalli og þessi fyrrgreindu dæmi.  Hugsanlega hefði það ekki orðið eins "sérstakt" í útliti en ég held samt að flestum liði betur í dag með ódýrara hús.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Góður punktur Valdimar. Það hafa fleiri hugsað það sama.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.5.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband