20.5.2010 | 22:55
Á eldfjallaeyjunni.
Mér þykir þessi mynd sem birtist í Fréttablaðinu 8. maí 2010 segja ótrúlega sögu. Sögu sem sýnir á áþreifanlegan hátt á hvernig landi við lifum.
Meðan á meginlandinu má telja árhringi á þversniði stórra trjábola höfum við sögu okkar í jarðlögum. Þar má greina gosvirkni fyrri alda með mismiklu öskufalli. Öskufall er ólíkt að magni og gerð milli tegunda gosa. En hverjir verða fyrir því á vindasömu landi eins og Íslandi byggist á heppni og vindátt útfrá eldstöð.
Ef gosinu fer að slota nú eru afleiðingarnar eftir. Fjúk og sandbyljir er fyrirkvíðanlegir víða. En alltaf hafa Íslendingar komið standandi undan hamförum sem þessum. Og haldið áfram að nýta frjósemi landsins. Einnig á tímabilum örbirgðar og harðinda sem nútímamaður fær vart skilið. Við verðum að hafa slíkt í huga, jafnvel þó við köllum núverandi ástand kreppu.Ekki skal ég gera lítið úr því. En höfum í huga lífsumhverfi forfeðra okkar. (Hægt er að tvísmella með músinni til að stækka)
Verulega dregið úr kvikuflæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.