Kjarkmaður.

Þessi yfirlýsing fréttastjóra Stöðvar tvö sem beinist að fréttaumfjöllun um Jón Ásgeir eiganda er athylisverð.        Þetta er mikill kjarkmaður og ég tæki sannarlega hatt minn ofan fyrir honum, gengi ég með hann.   Bara fyrir að birta þessa frétt.

Í raun hef ég aldrei síðustu ár séð neitt sambærilegt gerast.   Hvað þá að neinn fjölmiðlamaður hefði kjark, gagnrýni, víðsýni eða fjarlægð síðustu ár á tímum hins meinta góðæris.   Þá bugtuðu sig allir og beygðu, ógagnrýnir, fyrir mönnum á kafi í krosseigna braski.     Afleiðingarnar þarf ekkert að ræða.  Að ná 440 millum að láni í miðri kreppunni hlýtur að teljast nokkuð afrek hinsvegar.

 

- Stendur við fréttina

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2

Fréttastjóri Stöðvar 2 segir ástæðulaust annað en að standa við frétt fréttastofunnar frá því í gærkvöld um skuldamál stórra eigenda sjónvarpsstöðvarinnar, hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Gagnrýni Jóns Ásgeirs í Pressunni væri svo rýr í roðinu og tæki ekki á neinum efnisatriðum.

Málið snýst um meira en óánægju kaupsýslumanna úti í bæ með eina frétt í fjölmiðli í miðju bankahrunsuppgjöri. Jón Ásgeir og Ingibjörg eru stóreigendur 365 miðla sem reka Stöð 2 og sú síðarnefnda stjórnarformaður félagsins.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði við Pressuna í morgun að honum hefði verið vel kunnugt um óánægju hjónanna Jóns Ásgeirs og Ingibjargar áður en frétt um nýleg kúlulán þeirra var send út.
Ég fagna því að Jón Ásgeir skuli greina frá því í Pressunni um hvað þessi viðskiptagjörningur snýst því að eftir sólarhringssamskipti við hann og  Ingibjörgu Pálmadóttur fengum við ekkert efnislega um hann sem við  máttum hafa eftir þeim.
Í frétt Stöðvar 2 sagði að Jón Ásgeir hefði fengið tvö tíu ára kúlulán frá óþekktum aðila í apríl, samtals upp á 440 milljónir króna. Lánin væru með veði í tveimur nú yfirveðsettum fasteignum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur í Reykjavík.

Jón Ásgeir sagði við Pressuna að hann vissi ekki hver fréttin væri.

Við hjónin stöndum í skuldauppgjöri við Landsbanka Íslands sem er okkar einkamál. Ingibjörg ákvað að láta hús sín að veði þannig það yrði framkvæmanlegt. Það losna engir nýir peningar, bankinn er aðeins að fá betri tryggingar. [...] Það þykir kannski cool hjá einhverjum á Stöð 2  að bera á borð lygafréttir um eiganda sinn og fá klapp í DV á morgun fyrir það. Kannski snýst fréttamennskan um það í dag hjá einhverjum á Stöð 2.

 

 

Óskar Hrafn segir að málið snúist ekki um að vera kaldur karl heldur að flytja fréttir.
Það væri fínt ef hann benti á hverjar lygarnar væru. Hann gerir engar efnislegar athugasemdir við fréttina. Yfirlýsingar, sem eru uppfullar af upphrópunum og fúkyrðaflaumi, eru varla sæmandi manni í hans stöðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband