Hin lamandi hönd.

Ég átti fróðlegt spjall við mann úr atvinnulífinu fyrir stuttu.   Atvinnurekanda með lítið fyrirtæki sem hann hefur byggt upp af dugnaði.    Þessi maður hafði sýnar skoðanir á atvinnumálum,en var ekkert fastur í neinum kreddum eða hjólförum líkt og sumir.     Horfði yfir sviðið af yfirvegun og raunsæi að mér fannst.

Við vorum sammála um seinheppni og hálfgerða lamandi hönd þessarar ríkisstjórnar í atvinnumálum. Ástæðan er að hluta sú að ráðherrar hafa varla kynnst atvinnuleysi á eigin skinni né í sinni fjölskyldu. Mestan part "stofnanafólk"  úr opinbera geiranum þar sem atvinnan og  tekjurnar malla stöðugt og áhyggjulaust inn.   Ólífsreynt fólk.

Þessi maður setti fram einfalt reikningsdæmi.   Hver einstaklingur sem fengi atvinnu þýddi viðsnúning fyrir ríkið uppá 5 milljónir króna.     Hann gat þess einnig sem dæmi hvernig óljósar hugmyndir um fyrningu kvóta í sjávarútvegi lömuðu greinina og væru farnar að minnka umsvif í hans fyrirtæki.   Viðhald fiskiskipa  væri af þeim sökum dottið niður í algjört lágmark.  Bara slíkt þýddi atvinnumissi fyrir fjölda fólks víða um land.

Kröftugt atvinnulíf og fjárfesting er drifkraftur góðra lífskjara og hagvaxtar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband