Eftir þjóðaratkvæði.

Aldrei hefur íslenskum stjórnmálamönnum reynst mögulegt að greina stöðu sína raunsætt að loknum kosningum.     Þetta á sérstaklega við þá sem standa höllum fæti frá borði.

Ekki á þetta síður við nú eftir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu frá árinu 1944.

Ríkisstjórnin fékk hýðingu frá þjóðinni á beran afturendann svo að sveið.    En allt kom fyrir ekki.    Tækifærið með stóð alþjóðlegra fjölmiðlamanna tvístígandi hér var ekki nýtt.         Þá meina ég að þjóðin gaf dýrmæt skilaboð með afstöðu sinni.   Bæði til hinnar íslensku ríkisstjórnar og út í heim.  Skilaboð sem mikill skilningur virðist vera fyrir um allan heim.

Stutt og laggott komment frá Jóhönnu um að þetta væri skýr krafa frá þjóðinni um sanngjarnari samning við Breta og Hollendinga hefði hjálpað.

Samt var með þóttasvip og nefið út til hliðar þessum kosningum gefið langt nef og þær hunsaðar af forystumönnum stjórnarflokkanna.  

Ég var þrátt fyrir þetta allt nú að hlusta á Guðfríði Lilju halda því fram að samningsstaða okkar væri nú miklu betri.   Hvers vegna skyldi það nú vera?

Á sama hátt mun nú, ef samningar takast á næstu dögum  við Breta og Hollendinga, ríkisstjórnin þakka sér.   Og eigna sér heiðurinn.     Ég get á vissan hátt skilið stjórnarandstöðuna að vera hugsi yfir því. En hégómi stjórnarandstöðunnar má samt ekki verða slíkur, að sá leikur að slá pólitíska keilu þann daginn, hamli lausn þessa vandræðamáls.

Á vissan hátt er vandamálið að búa við stjórnvöld sem geta ekki hugsað um nema eitt í einu.    Fjármagnið flæðir útúr bönkunum segir fjármálaráðherrann sjálfur.  Og það þrátt fyrir Icesave.  Nú ríður á að koma þessu fjármagni í umferð til nytsamlegra verka.  Lífga við doðaeinkennin í fjárfestingu. Lækka vexti hratt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband