22.2.2010 | 21:46
Já, en...honum þótti hin góð líka.
Ég skil ekki hvers vegna RUV talar áfram við sömu álitsgjafana. Eru þeir á föstum mánaðarlaunum hjá ríkisútvarpinu?
Þórólfur er einn af þeim sem hafa algjörlega málað sig út í horn í þessum málflutningi. Honum þóttu hin tilboð Breta og Hollendinga vel aðgengileg líka.
Nú hefur vegna andmæla almennings, stjórnarandstöðu og gjörða Bessastaðaíbúans;,Icesave peninga hrollvekjan batnað fyrir okkur skattþegna svo nemur tugum milljarða samkvæmt nýjustu fréttum. Samt er þetta sami maður og blessaði fyrri gjörðir samninganefndarinnar. Hann taldi okkur ráða létt við þessar risafúlgur. Hann er fenginn til að meta áfram hlutina.Vegna fyrri skoðana er hann óhæfur. En vel að merkja er auðvitað ósamið enn.
Hvers vegna eru íslenskir fjölmiðlar svona ótrúlega hólfaðir og þröngsýnir? Vaxandi útvarpsstöð sem ég hlusta stundum á og hélt að væri ofboðslega frjáls, er jafnvel svona líka. Útvarp Saga er alltaf með sama fólkið og álitsgjafana sem hamra á sömu klisjunum. Og sömu fimm hlustendur hringja inn og þylja sömu skoðanirnar.
Endalaus viðtöl við Þórólf Matthíasson eru sama marki brennd.
Samt er til fullt af menntuðu og jafnvel víðsýnu fólki með margvíslegar skoðanir enn búandi hér.
Þórólfur ekki ósáttur við Icesave-tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er áróðursstríð sem samfylkingin er að nota gegn almenningi RUV er þeirra málgagn við skulum verjast stjórnina burt strax og utanþingsstjórn í staðinn valinn af fólkinu í landinu með aðstoð erlendra sérfræðinga!
Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.