11.2.2010 | 14:00
Veik verkalýðshreyfing.
Ég heyrði orðið verkalýðsrekendur fyrir stuttu. Kannski er það lýsandi fyrir stöðu forkólfa verkalýðsins í dag.
Virka ekki á mann sem hið beitta afl til að snúa við stöðunni í þjóðfélaginu. Eða leiðandi verjandi afl hins venjulega launamanns sem rúinn er jafnvel tekjum, atvinnu og eignum vegna gjörða fáeinna gróðapunga.
Verkalýðshreyfingin á við þessar aðstæður, ef allt virkaði rétt. að vera beinn málsvari hins vinnandi manns. Svo er ekki og sem dæmi uppskar forseti ASÍ pú hljóð almúgans við 1. maí ávarp sitt árið 2009. Það segir ýmislegt.
Hitt er hinsvegar mikilvægt að samstarf sé um að halda niðri verðbólgu með öllum ráðum. En eins og útlitið er í kortunum verður sú bólga vart vandamál þegar doði og deyfð einkennir þá sem halda um stjórnartauma og berja niður hugmyndir um nýfjárfestingu eða nýtingu innlendra auðlinda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.