Skynsamleg nálgun.

Samfylkingin á hrós skilið fyrir skynsamlega nálgun í málaflokki hælisleitenda.  Það var nú ekki svo fyrir skömmu síðan.  Eldri þingmenn flokksins og fyrrverandi sem sögðu nýlega skilið við þægilegu innivinnuna við Austurvöll - hömuðust í Ríkisstjórninni um stefnuna og kóuðu með upphlaupum ahrifavalda og vissra fjölmiðla þegar úrskurðir féllu um hverjir myndu fá landvist eður ei. 
 Fyrir stuttu steig formaðurinn Kristrún fram fyrir skjöldu með viturlega og jarðtengda afstöðu til þessa viðkvæma málaflokks. Til dæmis að einhver takmörk væru á hve mörgum tugum milljarða fámenn þjóð gæti dælt í kostnað þessu tengdu. 
     Stórfurðuleg umræða fór fram í dægurmálaútvarpinu Rásar 2 í dag.  Tvö af umsjónarmönnum þáttarins voru með mann í viðtali þessu tengdu.  Megininntak hinna "óháðu" "fréttamanna" í einhversskonar spjalli, en ekki viðtali (sem þó var tilefnið) - var á þessa leið; 

Það er ekkert að marka rök ráðherra málaflokksins.  Við tókum á móti svo mörgum Úkraínu mönnum og Venezúela búum !  Og ?  Hvað svo ?  Hverju breytir það? 

Ergo það eru hræðilegar aðstæður fólks og stríð hér í kringum okkur. Eðlilega reynum við að rétta hjálparhönd. En það eru takmörk fyrir öllu.  Óumdeildur fjöldi flóttamanna frá  Úkraínu til dæmis, verður ekki settur í sviga  og vængjahurðin opnuð uppá gátt fyrir öðrum í staðinn, án takmarkana.  Svo einfalt er málið því miður ekki. 
  


mbl.is Segir ábyrgt að horfa raunsætt á hælisleitendamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband