28.11.2024 | 12:45
Gleymdist að ræða orkuverð.
Ekki farið mikið fyrir umræðu um rafmagns og orkuverð til almennings í þessu landi.
Í orkukreppu Evrópu síðustu ár kristallaðist hversu vel sett við vorum á Íslandi. Stríðstímar og óvissa í öðrum heimshlutum þrykkti upp orkuverði á meginlandinu samstundis.
Á meðan ríkti hér stöðugleiki á heimilum og hjá minni fyrirtækjum (hvað þennan útgjaldalið varðar) - í öllum samanburði við nágrannalöndin. Í því felast lífsgæði og öryggi hvað snertir afkomu fólks. Í stuttu máli jafnaði það allan samanburð á framfærslu Íslendinga miðað við erlendis . M.ö.o slíkt eru líka peningar í budduna.
Forstjóri Landsvirkjunar hefur getið þess í viðtölum að orkuverð "eigi " að vera hátt á Íslandi. "Dýrt eins og til dæmis fiskur ...! " , sagði hann í viðtali við RÚV fyrir nokkru.
Amen.
Og ekki stóð á því. Hann og væntanlega stjórn Landsvirkjunar hefur hækkað verðið um heil 25% á stuttum tíma síðustu mánuði. Klæjar greinilega í lófana að hækka enn frekar.
Umræða um þessi mál hefur ekki verið fyrirferðarmikil í kosningabaráttu 2024.
Það er forgangsmál að almenningur njóti áfram hagstæðs orkuverðs. Það hefur í nokkra áratugi verið einkenni íslensks neyslu og fjármálaumhverfis.
Leið Norðmanna, þess orkublindfulla samfélags er víti að varast hvað varðar verð á rafmagni til almennings. Það er rándýrt m.a. vegna þess að braskarar og fjárfestar fá að ráða för.
Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)