13.10.2023 | 00:25
Ólík stríð.
Stríðin staðsett í Úkraínu og hinsvegar Ísrael og Palestínu - eru gjörólík.
Gegnsýrt hatur í Ísrael mót Palestinu. Magnað upp mann fram af manni. Kynslóð eftir kynslóð. Samfelld illska og stöðug hefnd á báða bóga - aftur og aftur.
Þeirri hugmynd laust niður fyrir 80 árum eftir eftir hörmungar seinna stríðs og helför Gyðinga að láta þá fá all stórt landsvæði í Ástralíu. Gjöfult en nánast óbyggt þá. Þar gætu Ísraelsmenn stofnað sitt ríki.
Þess í stað þótti fallandi nýlenduveldi þess umkomið að bjóða svæði mitt í landi með 2000 ára sögu og reka hluta íbúa þess í burtu.
Hefði fyrra boðið ekki orðið friðsælli lausn ?
Í Úkraínu er drifafl morða,eyðileggingar og stríðsbrölts - klikkun i kolli aðeins eins manns. Þ.e. Putin. Fráleitt (fyrir innrás) í upphafi að hatur hins almenna Rússa hafi verið ástæðan. (Uppfært orðalag)
![]() |
Mér leið eins og ég væri að brotna niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)