Ólík stríð.

Stríðin staðsett í Úkraínu og hinsvegar Ísrael og Palestínu - eru gjörólík.   

Gegnsýrt hatur í Ísrael mót Palestinu. Magnað upp mann fram af manni. Kynslóð eftir kynslóð. Samfelld illska og stöðug hefnd á báða bóga - aftur og aftur. 
Þeirri hugmynd laust niður fyrir 80 árum eftir eftir hörmungar seinna stríðs og helför Gyðinga að láta þá fá all stórt landsvæði í Ástralíu.  Gjöfult en nánast óbyggt þá. Þar gætu Ísraelsmenn stofnað sitt ríki. 

Þess í stað þótti fallandi nýlenduveldi þess umkomið að bjóða svæði mitt í landi með 2000 ára sögu og reka hluta íbúa þess í burtu.

Hefði fyrra boðið ekki orðið friðsælli lausn ? 

Í Úkraínu er drifafl morða,eyðileggingar og stríðsbrölts - klikkun i kolli aðeins eins manns. Þ.e. Putin.  Fráleitt (fyrir innrás) í upphafi að  hatur hins almenna Rússa hafi verið ástæðan. (Uppfært orðalag) 


mbl.is „Mér leið eins og ég væri að brotna niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband