14.3.2022 | 16:30
Sagan endalausa, aftur,aftur,aftur,af.........
Núverandi ógnarástand í Úkraínu, leiðir hugann að stórum stríðum sem örfáir starta. (Þjóðir hefja sjaldnast stríð). Hvenær hefur beinlínis verið þjóðaratkvæðagreiðsla um innrás í annað land? Leyf mér að giska. Aldrei. - Sagan segir okkur nefnilega, að einungis örfáir galnir og hálf galnir karlmenn hafa séð um að kveikja eigin hatursneista gegnum aldir. Og gera enn.
Bossinn Putin vill deila og drottna - yfir löndum og alþýðu. Honum dugir ekki stærsta land heims til þess.
Bossavers
Vér bossarnir berum vorn kross.
Aðeins brotastrik skilur oss
frá alþýðu manna.
Þá er sjálfgefið að sanna:
Vér = hún
______
oss
(Þorsteinn Valdimarsson)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)