29.3.2021 | 14:26
Helgi gengisfellir eigin fagmennsku.
Hefði Helgi bara sleppt því að böggast sjálfur persónulega stöðugt á opnum spjallþráðum í garð Samherja, hefði hann sloppið við áminningu.
Það að hann geti ekki á sér setið, opinberar beinlínis óvild "fagmannsins" í garð fyrirtækisins.
Viðhlægjendur hans fagna að sjálfsögðu hverju neikvæðu tísti, ekkert nýtt þar. Það hinsvegar espir hann bara enn frekar upp.
Þráhyggjuröskunin nær orðið býsna mörg ár aftur í tímann. Ekkert hefur enn komið útúr rannsóknum bæði Seðlabanka og dómsvalda (?)
Ég hef ekki hugmynd um hvort Samherjamenn séu saklausir englabossar, en enginn hefur samt enn sannfært mig um lögbrot.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að stærstu fyrirtækin í íslenskum sjávarútvegi fái að verða of stór. Leyfileg kvótaeign sem hlutdeild í smáu hagkerfi sé komin uppfyrir skynsemismörk.
![]() |
Helgi Seljan fjalli ekki meira um Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)